Færsluflokkur: Umhverfi og landbúnaður

Kjötið eða bílinn!

Þessi umhverfisfrétt er of góð til að sleppa því að blogga:

"The livestock sector emerges as one of the top two or three most significant contributors to the most serious environmental problems, at every scale from local to global." It turns out that raising animals for food is a primary cause of land degradation, air pollution, water shortage, water pollution, loss of biodiversity, and not least of all, global warming.

Þar hafið þið það. Kjötframleiðsla í landbúnaði er einn af megin umhverfisskaðvöldum heimsins. Ótrúlegt? Bull? Hvað með að það hefur meiri áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda að minnka kjötneyslu og neyta nærfæðu en að fá sér mjög umhverfisvænan bíl.

Producing a calorie of meat protein means burning more than ten times as much fossil fuels--and spewing more than ten times as much heat-trapping carbon dioxide--as does a calorie of plant protein. The researchers found that, when it's all added up, the average American does more to reduce global warming emissions by going vegetarian than by switching to a Prius.

Hefur nokkur minnst á þetta áður? Ekki svo að skilja að ég sé grænmetisæta eða tali fyrir slíku. Það er hins vegar ótrúlega lítil umræða um þetta í samhengi við innflutning á landbúnaðarafurðum til Íslands. Þær eru fluttar um langan veg og þetta hlýtur að vega þungt í málflutningi fyrir innlendum landbúnaði, séu umhverfisverndarsinnar samkvæmir sjálfum sér. Eða snýst umhverfisvernd bara um virkjanir?

En þetta er alla vega fróðleikur sem gott er að velta fyrir sér þegar maður stingur gafflinum í nautasteikina frá Argentínu, sem gæti staðið fyrir 10 sinnum fleiri kaloríur af plöntupróteini, og sem hefur orsaka 10 sinnum meiri losun af gróðurhúsalofttegundum.


Hallelúja!

Það er ekki að sjá að gagnrýnendum núverandi styrkjakerfis í landbúnaði á Íslandi hafi verið boðið að taka þátt í þessari ráðstefnu, a.m.k. ekki sem frummælendur. Kerfis sem bindur bændur í klafa tveggja búgreina þannig að erfitt eða ómögulegt er að stunda nýsköpun. Það er fleira landbúnaður en mjólk og lambakjöt. Það er þessi þrönga nálgun styrkjakerfisins sem mér finnst gagnrýniverð og hún gefur bændum ekkert frelsi til að vinna innan rýmri ramma, leita nýrra leiða til að hafa arð af sínu landi. Bein framleiðslutenging styrkja verður einnig að telja gagnrýniverða, sífellt færri fá stærri hluta af styrkjunum. Rekstrarhagkvæmni? Ég get ekki séð að málið snúist alfarið um rekstrarhagkvæmni þegar svo stór hluti tekna er fenginn með styrkjum. Þetta er ekki spurning um hvítt eða svart, landbúnað eða ekki, heldur margþætt markmið, byggð, mannlíf, menningu, umhverfi og þekkingu svo dæmi séu tekin. Ekki að stefna að stærri búum, sem bitnar á velferð dýra, umhverfis og síðan fólks, eins og sést allsstaðar í kringum okkur. 
mbl.is Húsfyllir á fundi um landbúnaðarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir fá landbúnaðarstyrkina?

Það er allrar athygli verð þessi stutta frétt í Fréttablaðinu þar sem greint er frá því að þriðji ríkasti maður Finnlands hirði um 14 milljónir króna af opinberum styrkjum til landbúnaðar í Finnlandi á ári. Það segir einnig frá því að finnsku Bændasamtökin berjist gegn því að upplýsingar um þá sem þiggja landbúnaðarstyrki í Finnlandi verði birtar opinberlega. 

Veit einhver hverjir fá landbúnaðarstyrkina á Íslandi og hversu mikið hver fær? Gæti verið fróðleg lesning. Eru nokkuð bankastjórar og forstjórar þar á meðal? Það er nákvæmlega sama laumuspilið með ráðstöfun þessara peninga á Íslandi og í Finnlandi. Og ekki bara það, heldur er öll stefnumótun um það hvernig þessum miklu fjármunum skuli varið bundin pínulítinn hóp manna sem sitja í lokuðu herbergi og búa til stefnu næstu 5-10 ára. Lýðræði? Almannafé? Laumuspil? Hljómar kunnuglega.

Á heimasíðu velska byggða- og umhverfisráðuneytisins er listi yfir þá sem fá styrki til landbúnaðar í Wales og hversu mikið hver og einn fær. Þetta eru í rauninni stórmerkilegar upplýsingar, ekki síst þegar horft er til þess laumuspils sem er um þessi mál víða annarsstaðar.

Ég er hissa á að enginn blaðamaður nýti sér upplýsingalögin og óski eftir aðgangi að þessum upplýsingum, því þau varða almannahagsmuni, um er að ræða ráðstöfun á almannafé. En kannski einhver hafi gert það. Væri fróðlegt að sjá úrskurð Persónuverndar. 


Þróunarverkefni á sviði jarðvegsverndar!

Þetta er talsvert merkilegt, segi ég sem hef starfað í þessum geira s.l. 10 ár. Þarna er eitt af sérsviðum Íslendinga og getur táknað útflutning á þekkingu og tækni. Þetta mun án efa líka verða til þess að efla þetta fagsvið innanlands. M.v. stöðu jarðvegsverndarmála í heiminum í dag er ljóst að verkefni á þessu sviði eru komin til að vera. 
mbl.is Íslendingar í þróunarverkefni á sviði jarðvegsbóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bændur og þeirra hlutverk

Það er svolítið gaman að skrifa fyrirlestur um hlutverk íslenskra bænda í jarðvegsvernd núna akkúrat þegar mikil umræða er um hlutverk bænda í íslensku samfélagi. Það er nefnilega svo sniðugt að landbúnaður byggir á því að nota land til að búa til eitthvað nothæft eins og mat, klæði eða afþreyingu, sem síðan er hægt að nota sem gjaldmiðil til að bóndinn geti síðan keypt eitthvað fyrir sjálfan sig og sína. Mér finnst oft að þetta hafi gleymst og að það sem vanti sé í raun að gefa bændum frelsi til að finna nýjar leiðir við að afla tekna af landinu sem þeir eiga. Í dag er það að mestu bundið við kindakjöt og kúamjólk. Hver segir að það séu þær fæðutegundir sem best er að framleiða á íslensku landi? Hér í Wales eru styrkir til landbúnaðar að miklu leyti bundnir við það land sem viðkomandi bóndi á og eða nýtir. Hann skal halda því í góðu ástandi og framleiða gæði sem heimurinn síðan nýtur. Til viðbótar þessu geta bændur tekið þátt í umhverfisverkefnum, sem þýða að þeir eru að bæta umhverfið, í víðum skilningi og fá greiðslur frá samfélaginu til þess. Bændur eru nefnilega margir hverjir ágætis vinnuafl. 

Það er að mínu mati lífs nauðsyn fyrir bændur að brjótas út úr þessu með kýr og kindur, að styrkjakerfið sé bundið við þetta tvennt. Síðan verður að meta hversu mikilvægt fæðuöryggi Íslendinga er. Eða hvort það er réttlætisspurning að íslenskir bændur njóti styrkja á meðan bændur í öðrum löndum geri það líka.

Held það sé tímabært að íslenskir bændur blási til sóknar í stað þess að fara sífellt í vörn þegar umræðan fer í þennan farveg. 


Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 24151

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband