Styrkir til landbúnaðar í Wales I

Fyrirkomulag landbúnaðarstyrkja hér í Wales hefur breyst mikið á síðustu árum eins og annars staðar innan Evrópusambandsins. Innan sambandsins hefur gilt sameiginleg landbúnaðarstefna (e: common agriculturarl practices, CAP) síðan árið 1962. Á þeim tíma voru markmiðin að:

  • tryggja framboð matvæla á sanngjörnu verði,
  • tryggja bændum bærilega lífsafkomu.

Hin sameiginlega landbúnaðarstefna hefur verið í sífelldri endurskoðun og hugmyndafræðin frá 1962 tekið miklum breytingum. Nú eru markmiðin sem sett eru á oddinn orðin mun fleiri:

  • verndun umhverfis,
  • tryggja góða heilsu og velferð dýra,
  • varðveita félagslegt jafnvægi,
  • vernda menningararf,
  • koma á sanngjörnu og markaðstengdu viðskiptaumhverfi fyrir landbúnaðarafurðir,
  • tryggja landbúnaðinum framtíð.

Árið 2003 er tekin sú ákvörðun innan Evrópusambandsins að rjúfa tengsl milli landbúnaðarframleiðslu og styrkja. Hér í Wales eru þar með aflögð a.m.k. átta greiðslu- og styrkjakerfi sem bændur hafa getað sótt um en þess í stað tekið upp svokallað eingreiðslukerfi (e: single payment scheme, SPS) og hefur það kerfi verið í gildi síðan í janúar 2005. Eingreiðslukerfið gerir ráð fyrir því að bændur fái eina árlega greiðslu úr ríkissjóði.

Eingreiðslugrunnur hvers bónda byggist á greiðslugrunni hans á árabilinu 2000-2002 og landstærð. Til þess að eiga rétt á greiðslum þurfa bændur að uppfylla ýmis skilyrði (e: cross compliance). Í fyrsta lagi þarf að fylgja tilteknum reglum (e: statutory management requirements), sem í mörgum tilvikum eru sett af Evrópusambandinu. Í öðru lagi þurfa bændur að stunda “góða búskaparhætti” og viðhalda þannig landi í góðu ástandi m.t.t. landbúnaðar og umhverfis (e: good agricultural and environmental Condition, GAEC) en að þessu leyti hafa stjórnvöld í hverju landi talsvert svigrúm til að útfæra reglur eftir aðstæðum. Þessi skilyrði fyrir greiðslum eiga í raun að tryggja viðunandi vinnubrögð við landbúnað en gera ekki endilega ráð fyrir verulegum umbótum frá núverandi ástandi. Til þess hafa verið þróuð metnaðarfyllri landbúnaðar-umhverfisverkefni (e: agri-environment scheme).

Því er haldið fram að þessi breyting hafi í för með sér minni skriffinnsku fyrir bændur en áður og jafnframt minna skrifræði almennt. Það er hins vegar ljóst að miðað við þær upplýsingar sem bændur þurfa að skila inn með árlegri umsókn þá er um talsverða skýrslugerð að ræða en hún byggir í raun að miklu leyti á upplýsingum sem bændur skrá vegna búrekstrar.

Þessi nýja útfærsla styrkjakerfisins er í raun opin öllum sem eiga land yfir 0,3 hekturum að stærð og nýta það í einhverjum mæli til landbúnaðar í víðri merkingu þess orðs en ekki endilega hefðbundinnar landbúnaðarframleiðslu. Og, það þarf ekki að kaupa sig inn í kerfið.


Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband