Haust í nánd

Ég fann það í morgun að það er að styttast í haustið. Loftið var haustkalt og napurt niður Skógarselsbrekkuna. Það verður að komast í berjamó fyrir frost. En frost getur svosem komið hvenær sem er.

Kanínurnar í Elliðaárdalnum eru talsvert fleiri núna en í vor. Spurning hvað gerist í vetur. En þarna eru þær á hörkubeit.

Svo er ýmis trjáviður orðinn ansi mikið umfangsmeiri núna en í vor. Alaskavíðir slútir yfir hjólastíginn í Ljósheimunum, við gömlu blokkina mína þar sem ég ólst upp til 4ra ára aldurs. Víða á kröppum hornum skerða runnar og tré útsýni svo öryggi er stefnt í voða. Og borgin leyfir runnum að vaxa inn á hálfan hjólastíginn þar sem hjólað er frá Glæsibæ niður í Laugardal. Mætti skoða þetta betur. Það þyrfti í rauninni að finna svarta bletti á hjólastígum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem beygjur eru of krappar, gróður skerðir útsýni, hætta á árekstrum við gangandi vegfarendur o.s.frv.

En ég ætla mér að hjóla eins lengi og haustið býður mér, og jafnvel að kaupa mér nagladekk. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband