Að vera hluti af þjóð sem tekin er í rassgatið

Það er skrítin tilfinning. En auðvitað er það ekkert annað. Varnarlaus almúgi horfir auðmkunarverður á meðan bitunum er deilt út meðal útvalinna. Klinkið er sogað úr vösunum og alltaf er þetta augnarráð hundsins, þetta biðjandi augnaráð um mola af borðinu. En svo er kakan búin og hundinum hent út í frostið og kuldan, éttu það sem úti frýs á meðan ég hlýja mér.

Þetta er samt svolítið merkilegt af því að ég man varla annað en þessi þjóð hafi verið stórskuldug alla mína tíð, skattarnir fóru í að greiða niður vexti af erlendum lánum. Loksins tókst að greiða þessi lán niður en með hverju? Lánsfé, sem hét eitthvað allt annað. T.d. vafningar eða hlutabréf í Sterling. Svo við erum sumsé ennþá stórskuldug? O, jæja. Best að halda bara áfram sínum vanagangi.

En allt sem fullorðna fólkið í kringum mig hefur sagt stendur ennþá, maður á að safna fyrir því sem mann langar í, peningar verða ekki til úr engu, og undir það síðasta, þetta á allt eftir að fara á hausinn.

Stjórnmál og fjölmiðlar á Íslandi eru í raun bara hlægileg. Það éta allir hvað upp eftir öðrum. Fréttir eru búnar til handa okkur bláeygum bjánunum, það eru viðtöl við allskyns pótintáta sem hafa skoðanir en vita ekkert. Og það voru fréttir dagsins, dag eftir dag. Egill Helgason tekur viðtöl við sama fólkið, aftur og aftur. Við erum jú svo fá. Það eina sem uppúr stendur er Gufan. Þar er á köflum útvarpað sínfóníutónleikum og leikritum, upplestur á sögum, eitthvað svo gróið. 

Ég held við verðum afar fljót að gleyma þessu með gildin. Hin góðu gildi, þolinmæði, kærleikur, umhyggja, nægjusemi, umburðarlyndi. Þetta er okkur ekki áskapað. Maðurinn er í eðli sínu ágjarn, gráðugur, grimmur, eins og minkurinn, sem drepur miklu meira en hann étur. Þetta snýst um djúpt siðferði, sem samfélag innrætir sér á löngum tíma. Að taka ekki of mikið. Bera umhyggju fyrir náunganum. Sýna fjölskyldunni kærleika, gefa henni tíma, miðla og þiggja. Við erum alin upp við aðstæður þar sem verðmæti eru af okkur tekin. Það elur á ótta og ágirnd. Við erum alin upp við óréttlæti og misskiptingu. Við það verður til öfund. 

Auðvitað verður aldrei til fullkomið samfélag. En að halda að græðgi sé góð er svo sorglegt. Að hún haldi hjólunum gangandi. Það þarf ekki græðgi. Hagvöxtur er enginn mælikvarði. A.m.k. ekki á lífsgæði. Hann er kannski mælikvarði á græðgi. En það éta allir bullið upp hver öðrum.

Hugsa vel um börnin og temja þeim góða siði. Um það snýst lífið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 24113

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband