Færsluflokkur: Íþróttir

Gott hjá Eggerti!

Eggert Magnússon fluttur til London segir á vef BBC, til að sinna sínu starfi sem stjórnarformaður "hands on" eins og hann segir. Hann vill sýna klúbbnum og stuðningsmönnum þá virðingu að vera á staðnum. Annað en eigendur Aston Villa og Man U, sem ekki mæta á leiki liðanna, halda stjórnarfundi í gegnum fjarfundabúnað eða ráða sérfræðinga til að reka klúbbana.

 


Magnusson closes in on Hammers

Fyrirsögnin er af vef BBC eins og margt annað gott. En umræðan á síðunni er fyndin. Sumir eru áhyggjufullir, aðrir kærulausari. Nokkur dæmi:

The one concern I'd have with this deal is the size of Eggerts forehead.

Did Eggert make his fortune in non-stick frying pans?

However with the Icelandic consortium i feel they will start influencing the team and bring in all the icelandic footballers, like we really want that to begin to happen!... I mean its always the case you bring in one nationality of people then you can quite quickly expect the likes of Baldvinsson, Gunnarsson leading the attack for WHU - instead of Tevez , Ashton, Possibly Carlos Alberta!! (Shame Gudjohnsen is at Barca as he's the only real quality player for iceland! - and if you dont agree then look what happened with Stoke City previously!)...

En þetta er afar spennandi en vandmeðfarið. Hammers er mikið grasrótarfélag og með stærri stuðningsmannahóp í London en t.d. Arsenal og Tottenham. Stuðningsmennirnir eru trúir sínu félagi og því verða þeir Eggert og Björgólfur að vanda sig. Vanda sig í nærveru margra sála.


Loksins fótbolti

137108-144

Við Valdi skelltum okkur loksins á leik með Cardiff Bluebirds (CCFC). Heimavöllurinn er Ninian Park, gamall og lúinn völlur sem tekur um 20 þús. manns. Við fengum ágæt sæti innan um aðra góðborgara Cardiff. Leikurinn var hin besta skemmtun en Bláfuglarnir misstu annars góðan leik niður í jafntefli gegn frekar slöku liði Derby. 

Bláfuglarnir eru efstir í deildinni og gætu náð sæti í úrvalsdeild að ári ef þeir halda svona áfram. Spurning um úthald. En þá er líka ljóst að þeir þurfa nýjan völl. Núverandi áætlanir gera ráð fyrir nýjum velli um jólin 2008. Allar forsendur eru fyrir því að CCFC eigi heima í deild þeirra bestu. 


Góðgerðarskjöldurinn og hryðjuverk

Þúsaldarleikvangurinn í Cardiff (BBC)

Ég vaknaði upp við það í fyrradag að leikurinn um góðgerðarskjöldinn á að vera í dag, hér í Cardiff. Ósköp er maður eitthvað úti að aka. En þetta er leikur stórliða þetta árið eins og vanalega, Chelsea og Liverpool. Það er búist við einhverjum töfum vegna hertra öryggiskrafna, þannig að biðraðirnar verða sennilega eitthvað lengri en vanalega. 

Annars hafa margir álit á hinum meintu hryðjuverkum í vikunni, sumir telja að um samsæri bresku og BNA ríkisstjórnanna sé að ræða. Verið að auka trúverðugleikann og beina fréttum frá Líbanon og miðausturlöndum. Hvað veit maður. En það er einnig mikil reiði meðal múhameðstrúarmanna hér í Bretlandi, finnst yfir sig gengið. Það er því ekki líklegt að "stríðið gegn hryðjuverkum" sé á enda. 

Við erum á leið í barnaafmæli hjá honum Alexander í dag, 4 ára pjakkurinn sá. Það lítur út fyrir gott veður, bæði fyrir afmæli og fótbolta, dálítill vindur en þurrt og milt veður.  


Velskur fótboltapöbb og nett rigning

Rooney og Cole

Það var fótboltadagur í gær sem endranær. Munurinn var sá að það var farið á pöbbinn, fjórir Íslendingar innan um hóp af Bretum. Það merkilega var að við sátum í reyklausu svæði, sem telst til tíðinda á börum hér. Vonbrigði með frammistöðuna leyndu sér ekki en úrslitin jákvæð. Nú er byrjað að líkja enska landsliðinu við það gríska sem vann Evrópumeistaratitilinn 2004. Ekki skemmtileg samlíking. Allir eru að bíða eftir að liðið byrji að spila fótbolta en ekkert gerist. Tóm vandræði og ekkert gaman að horfa á liðið spila. Umræðan hér er afar neikvæð og Sven er ekki vinsæll þó svo liðið sé komið í fjórðungsúrslit. En gaman að fara á pöbbinn og horfa á boltann, gerist ekki oft hjá heimavinnandi eins og mér. 

Nú er rigningardagur í Cardiff, bara hressandi. Gott að hjóla í smá vætu.


Krikketsagan endalausa og litla lirfan ljóta

Kráka

Hér berast okkur reglulega fréttir af krikketleikjum. Ég verð að viðurkenna litla löngun mína til að kynna mér þessa mjög svo samveldislegu íþrótt, sem eins og póló og fleiri virðulegar greinar eru nokkuð einokaðar af s.k. samveldisríkjum, gömlum breskum nýlendum. Leikirnir vara í marga daga, a.m.k. 5, og nú hafa t.d. lengi vel verið fréttir af landsleik Sri Lanka og Englendinga, og skiptast liðin á að leiða leikinn. Þetta er ótrúlega lítið áhugavert og leiðinlegt að sjá en hvítir búningar og prjónavesti virðast eiga vel við. Svo ekki sé minnst á te.

Við feðgin grófum upp dvd diskinn með litlu lirfunni ljótu. Skemmtileg teiknimynd og gaman að horfa á hana í útlöndum á þessum tíma. Hin geysigóða hljóðsetning inniheldur m.a. fuglasöng frá landinu í norðri þ.á.m. lóuna, sem ég hef nú ekki heyrt í hér. Mæli semsagt með þessum diski í lengri utanlandsdvalir.

Það er svo léleg sjónvarpsdagskrá hér að við höfum síðastliðin kvöld horft á breska spurningaþætti með gamansömu ívafi. Þeir eiga það til að vera bráðfyndnir, leiddir m.a. af Stephen Fry og Jack Dee, sem fá síðan í lið með sér valda húmorista úr ágætu bresku úrvali af slíku. Þarna er notaður breskur húmor af bestu gerð, útúrsnúningar og orðaleikir og lítil alvara almennt. En hent inní fróðleik, í anda BBC. 

Talandi um sjónvarpsefni. Nú eru á dagskrá BBC þættir sem kallast "Springwatch" eða Vorvöktun. Þeir snúast um að fylgst er með vorkomunni, vefmyndavélar á nokkrum fuglahreiðrum og leðurblökum, náttúrufræðingar þvælast um Bretland og flytja fréttir af sæotrum og hákörlum o.s.frv. Þetta gæti RUV tekið sér til fyrirmyndar og verið með þætti af hinni mjög svo langdregnu eða stuttu íslensku vorkomu. Ekki lakara efni en æði margt annað á þeirri ágætu stöð. Gaman að fylgjast með lóunni klekja út, lenda í vorhreti og berjast við varginn. 


Af veikindadögum í Wales

Það er nokkuð oft fjallað um slakt heilsufar hér í Wales, einkum í suðurhluta landsins. Að einhverju leyti má rekja þetta til þeirra atvinnugreina sem voru ráðandi hér á fyrri hluta síðustu aldar þ.e. námuvinnslu ýmisskonar þar sem notaðir voru mishollir framleiðsluhættir. En einnig má rekja það til lítt heilsusamlegra lifnaðarhátta, hefði maður þó haldið að það væri ekki lakara hér en víða annarsstaðar í Bretlandi. Í Wales munu tapaðir vinnudagar vegna veikinda vera 8,4 á ári, sem er talsvert yfir landsmeðaltali. Vinnuveitendur vilja almennt meina að 13% þessara veikindadaga sé á fölskum forsendum sem kemur aftur að einu af þeirra megináhyggjuefni á komandi sumri, þ.e. heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Búist er við að margir muni taka sér "veikindaleyfi" til að fylgjast með leikjum Englendinga.Skömmustulegur En á móti kemur að mikið af þeim leikjum er að kvöldi til.

Svakaleg rigning hér í morgun en nú hefur stytt upp með fögrum fuglasöng.  Brosandi


Fótboltadagur í Cardiff

Millenium Stadium

Það er skynsamlegast að halda sig frá miðbænum í dag. Fótboltadagur í Cardiff þar sem bikarúrslitaleikurinn í enska boltanum fer fram á Þúsaldarleikvanginum í dag. Miðbærinn verður troðfullur af fólki í annars vegar rauðum og hins vegar vínrauðum og bláum einkennislitum Liverpool og West Ham. Fánar og húfur, flautur og horn, allir barir troðfullir af fólki. Þetta er í eina skipti sem hinn virðulegi enski bikar yfirgefur enska grund og þykir varla ásættanlegt af hálfu hinnar stoltu ensku þjóðar en þar sem klúður við frágang Wembley, stolts ensku fótboltaþjóðarinnar, hefur haldið áfram þá er ekki um margt annað að ræða. En semsagt, ekki gott að vera með fjölskylduna í miðbænum, nema kannski í u.þ.b. þrjá tíma á meðan fólkið er á leikvanginum. 

Það viðrar vel, kyrrt veður en ekki sól. Það gætu dottið niður skúrir í dag skv. spánni og skýjafari en gott fótboltaveður. 


Meiri flensa og 3 H

Álftahjón við Roath Lake

Úpps! Nú er komin flensa í kjúklinga í Norfolk. Þarf að taka hausinn af ca 35 þús. stk.  Þetta er þó sennilega stofn H7N7 en ekki H5N1. Álftahjónin sem eru með hreiður hér niður við vatn kæra sig kollótt og ætla að fjölga í stofni staðbundinna svana. Flestir voru orðnir mjög rólegir yfir þessum fuglaflensumálum hér enda var svanurinn sem fannst dauður í Skotlandi ekki breti, eða svo segja sérfræðingarnir.

Eldri borgarar hafa risið upp á afturfæturna hér í nágrannabyggð í Caerphilly og mótmæla auglýsingaherferð sem sveitarfélagið stendur fyrir um "taboo" eins og kynheilsu fólks yfir 50 ára. "Happy, health and horny" eru slagorðin sem birtast á veggspjöldum um alla borg og á strætó og hefur þetta vakið mikil viðbrögð, einkum orðið "horny", sem þykir varla boðlegt í þessum aldurshópi. 

Annars er mest talað um tvennt í fjölmiðlum hér. Annað eru hneykslismál tengd þremur ráðherrum í ríkisstjórn Verkamannaflokksins,  enda er ríkisstjórnin kölluð "sleazy" en það orð var einmitt notað til að lýsa stjórn Íhaldsflokksins á sínum tíma. Minnir aðeins á umræðu um valdaþreytu á Íslandi. Hitt er ákvörðun enska knattspyrnusambandins um að bjóða hinum brasilíska Scolari stöðu landsliðsþjálfara. Flestir enskir þjálfarar eru frekar óhressir með þetta en aðrir yppa öxlum. Eitt er víst og það er að enskur almenningur vonaðist eftir enskum þjálfara eftir lítið afgerandi Sven G Eriksson. 


Titrandi hendur

Viðurkenni fúslega að leikurinn í gærkvöldi var mér afskaplega erfiður sem Gunners manni. Hissa Segi ekki beint að þeir hafi verið lélegir en þeir voru ekki mikið réttu megin miðlínu og ólíkir því liði sem hefur spilað síðustu leiki í Meistaradeildinni. Kipptist nokkrum sinnum við og mest þegar Lehmann tók á honum stóra sínum.  

Nú sé ég fram á að þurfa að fá mér hjól, hlaupin hafa vakið upp gömul meiðsl í hnénu og þetta virkar ekki lengur. Hjól með keðjunni vinstra megin, eða..... 

Annars er hér blíða upp á hvern dag, 15-17 stig og sól. Íslendingar eru allt í einu hér á hverju strái, ekki að spyrja að nýlendustefnunni. En það er gaman að hitta landa sína í útlöndum. 


Næsta síða »

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband