Skógrækt og skógrækt

Blessað skóglausa landið okkar á eftir að breytast mikið á næstu áratugum. Skógar eru að spretta upp víðsvegar, blettir hingað og þangað, háð ræktunaráhuga einstakra landeigenda. Skógrækt sem þessi mun hafa talsverð áhrif á landslag, hvort það telst gott eða slæmt er smekksatriði. Skógrækt hefur líka áhrif á lífríki. Fuglum fjölgar, nýjar tegundir, gróður breytist.

Það á vafalítið eftir að koma í ljós að víða um land eru skógræktarreitir og spildur sem mynda eyjar í landinu, oft ferkantaðar eyjar sígrænna tegunda eins og grenis og lerkis. Slíkar eyjar eru á undanhaldi víða um heim t.d. í Skotlandi, þar sem aukin áhersla er á að skipuleggja og fella skóga í takt við landslagið. Slík vinna er mjög skammt á veg komin hér á landi en mun þó vera í þróun.

Landeigendur leggja til land í ríkisstyrkta skógrækt. Landið er síðan bundið í þeirri nýtingu næstu áratugina og má ekki nota til annars. Þetta getur í senn rýrt og aukið verðmæti lands. Til lengri tíma eykur það væntanlega verðmætið en til skamms tíma getur þetta hamlað verðmætaaukiningu. Hvort eðilegt er að ríkið styrki skógrækt um 97% má vafalítið deila um og þykir mörgum styrkhlutfallið hátt. Aðrir segja mótframlag landeigandans ærið og því ekki of í lagt.

Pólitískar ákvarðanir stýra skógrækt og hingað til hefur hún verið velviljuð skógræktarverkefnum. Það á örugglega eftir að breytast og því er mikilvægt fyrir þá sem stýra þessu starfi að halda vel utanum það ef þeim er annt um framtíð skógræktarstarfs. Ef í ljós kemur að skógar hér á landi eru illa hannaðir, eftirliti með framkvæmd er ábótavant eða að um veruleg neikvæð áhrif á umhverfi verði að ræða gæti verið fljótt að stöðvast fjármagnsflæðið. Á hinn bóginn á það að vera markmið þeirrar atvinnugreinar sem kennir sig við timbur og trjáafurðir að verða sjálfbær, eins og annarra landbúnaðargreina. Þær mega ekki snúast um að viðhalda sjálfum sér.

Ég er á hinn bóginn þeirrar skoðunar að þeim fjármunum sem veitt er í skógrækt og annan landbúnað eigi að koma í einn pott. Bændur eigi síðan aðgang að því fjármagni til hinna ýmsu verka, sem hafi margþætt markmið í þágu þjóðarinnar. Múlbundnir bændur hér á landi eiga fyrst og fremst möguleika á ríkisstuðningi framleiði þeir mjólk eða kindakjöt. Það er óásættanlegt.


mbl.is Á sjötta milljarð króna til um 800 bænda í skógrækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Skógur sprettur upp á Íslandi ekki bara vegna skógræktar heldur líka vegna þess að sauðfé fækkar, birkið er fljótt að finna sér jarðveg og dafnar þegar ungviðið er ekki étið. Hitt er svo annað mál að ríkisstyrkt skógrækt í landinu á eftir að skila sér. Við erum að með mengandi atvinnuvegi eins og sjávarútveg og álver sem spúa miklu út í andrúmsloftið og svo alla bílana. Skógrækt vinnur á móti þessu og við erum með innan við 1% af landinu skógi vaxið á meðan Norðurlöndin hin eru með á milli 70 og 80%.

Haraldur Bjarnason, 1.9.2008 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband