Að blogga heima

Þegar maður er nú kominn heim þá er bloggið bara ekki eins. Hvötin til að blogga virðist síður vera til staðar og kannski er það nálægðin við þá sem lesa bloggið sem veldur ákveðinni tregðu. Á meðan maður er erlendis þá er lítil hætta á að maður rekist á nema fáa einstaklinga sem lesa bloggið en eftir að heim er komið er maður e.t.v. í samskiptum við þá daglega. Það er bara ekki eins. Framtíð bloggsins míns er því óviss. Þessu til viðbótar hefur tími minn til að blogga minnkað um a.m.k. átta tíma á dag. Svo er bara ekki eins mörgu frá að segja hérna norður frá. Það eru allir að tyggja sama bullið hver upp eftir öðrum, evra ekki evra, króna ekki króna. Ingibjörg og Valgerður. Guðni og Hjálmar. bla, bla, bla. Það er fljótlegt að verða þreyttur á þessu blaðri.

Ég sakna 8 out of 10 cats á Channel 4. Jimmy Carr og Sean Lock eru ótrúlega fyndnir. Best að panta spóluna á Amazon.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 24193

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband