Traust og neytendavernd

Traust hefur alltaf verið grundvöllur þess að samfélög gangi upp. Þátttakendur í samfélaginu þurfa að geta treyst hver öðrum, þeir sem gegna ákveðnum hlutverkum er treyst til að sinna þeim o.s.frv. Í dag er skortur á trausti að éta samfélög innanfrá. Traust á stjórnmálamönnum fer þverrandi, traust á fjölmiðlum er á þunnum ís og traust á hinum ýmsu stofnunum samfélagsins er rýrt. 

Heimsviðskipti með vörur eru orðin staðreynd og við höfum misst sjónar á uppruna hinnar ýmsu vöru sem við kaupum í næstu búð. Það er sjaldnast lengur þannig að við komum við hjá slátrara og kaupum kjöt af lambi sem hann slátraði eftir að hafa keypt það af bónda í nágrenninu. Ávextir og grænmeti ferðast þvers og kruss um heiminn og hending í hvaða heimsálfu það er borðað og ekki gott að segja til um aldur á vörunni þegar hún er komin í áfangastað. Þetta allt hefur margþætt áhrif. Fyrir umhverfið þá getur þetta verið frekar óhagstætt, eykur t.d. losun gróðurhúsalofttegunda vegna mikilla flutninga. Einnig eykur þetta vægi stórfyrirtækja sem framleiða hina ýmsu vöru t.d. ávaxta á kostnað smáframleiðenda. Oftast fylgja því vafasamir framleiðsluhættir, sem hafa það markmið að lækka framleiðslukostnað. 

Vegna þess hversu langur tími getur liðið frá því uppskera á ferskri vöru fer fram uns hennar er neytt, þá kallar það á aðferðir við að auka geymsluþol. Slíkar aðferðir eru vel þekktar og mögulegar. Áhrif þeirra á heilsu manna eru hins vegar ekki eins vel þekkt. Íslendingar njóta slíkra aðferða í ríkum mæli, enda um langan veg að flytja.

Annað tengt uppruna og framleiðsluháttum er að á síðustu öld átti sér stað gríðarleg framleiðsluaukning í heiminum, einkum afleiðing breyttra aðferða við ræktun, og úrvinnsla á vöru jókst gríðarlega. Hinum og þessum aðferðum hefur verið beitt og þar sem ekki hafa komið í ljós hraðverkandi eituráhrif á heilsu manna þá hefur þessum aðferðum verið beitt áfram, í þágu lægri framleiðslukostnaðar. Við vitum ekki til fullnustu hvaða áhrif vinnsla á hinum ýmsu vörum hefur á heilsu manna. Dæmi: hefðbundin vinnsla á jurtaolíum,  sem ég skrifaði um hér um daginn, vinnsla á mjólk og mjólkurafurðum, vinnsla á sykri og svo má lengi telja. Eiturúðun á jarðargróða eins og ávexti og grænmeti. Við erum sumsé að láta ýmislegt ofaní okkur sem okkur er ekki eðlilegt að neyta og við vitum ekki hvaða áhrif hefur. Traust á matvælaframleiðslu er að minnka eftir því sem uppruninn færist fjær okkur. Þess vegna hafa orðið til s.k. upprunamerkingar. Merkingar sem eiga að tryggja að vara sem við kaupum standist tilteknar kröfur. Neytendavernd virðist illa í stakk búin til að takast á við svona stórmál, enda við gríðarlega hagsmuni að etja, stórfyrirtæki um allan heim. Í stað þess snýst neytendaverndin um að skoða merkingar um síðasta söludag og verð. Það er ekki kafað dýpra, enda er þekkingin takmörkuð. 

Með hliðsjón af þessu þá eru einkum tvö atriði sem nútímamaðurinn ætti að hafa í huga við fæðuöflun:

Að neyta lítið unninnar vöru.

Að neyta vöru sem ekki hefur verið flutt langa leið. 

Þetta kallar á meiri vinnslu vörunnar heima í eldhúsi og e.t.v. að sleppa því í einhvern tíma að kaupa hráefni sem er orðið margra mánaða gamalt en til lengri tíma litið eru þessi tvö atriði sennilega þau heilsusamlegustu sem hægt er að hafa á oddinum þegar farið er í kjörbúðina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 24248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband