"Matarmílur" og meira um mat

Oreo kex

Hversu langt ferðast maturinn áður en hann er kominn á diskinn? Þetta er ágætis pæling í hinum mjög svo peningastýrða heimi þar sem yfirleitt er ekki greitt fyrir afnot af auðlind eins og lofthjúpi jarðar. Flutningur matvæla fram og aftur um jarðarkringluna telur æði mikið í heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Við þekkjum þetta orðið vel á Íslandi þó í lítilli mynd sé, þar sem fiskur er fluttur fram og aftur um landið, mjólk er ekið suður, pakkað og svo norður o.s.frv. Þetta er náttúrulega smáræði miðað við aðra fæðu sem við leggjum okkur til munns. Matarmílur eru því ein af þeim stærðum sem við neytendur þurfum að hafa í huga ef við ætlum okkur að vera upplýst og ábyrg í okkar innkaupum. Kaup á heimafengnu fóðri ku vera best, svo lengi sem eitthvað fóður er þar að hafa. Svo getur vel verið að okkur standi nokk á sama. 

Enn varðandi "trans fat" fituna sem við hökkum í okkur með frönskum kartöflum, djúpsteiktum kjúkling, allskyns sætabrauði o.fl. Það þyrfti að þrýsta á Íslensk stjórnvöld að fara að dæmi danskra og banna alfarið matvæli sem innihalda tilbúna "trans fat" fitu, því slík fita finnst í örlitlum mæli í sumum mjólkurvörum og kjöti. Bann við notkun þessarar lítt hollu fitu þýðir ekki að við þurfum að hætta að borða óhollan djúpsteiktan eða unninn mat, heldur verður hann bara ekki alveg eins óhollur. M.a.s. er hægt að fá Oreo kex sem inniheldur ekki "trans fat" fitu, en almennt er það frekar eitrað. Hér í Bretlandi fóru fyrstu rannsóknirnar fram á skaðsemi svona fitu í upphafi áttunda áratugarins, fyrst í heiminum. Samt eru mjög rúmar heimildir fyrir notkun á henni í matvælum hér í landi. Þess vegna verða það að teljast góðar fréttir að gera á mikið skurk í skólamötuneytum hér í Bretlandi og banna að mestu djúpsteiktan mat. 

Verð að upplýsa að hér er veður ekki uppá það besta, rok og rigning og útlit fyrir að þar verði framhald á í næstu viku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 24248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband