Strætó lífsstíll

ÉG keypti mér bláa kortið í gær, níu mánaða meðganga með Strætó. Þetta er djörf ákvörðun því ég hef nánast ekkert gott heyrt um Strætó á höfuðborgarsvæðinu síðustu árin, nema frá örvæntingarfullum borgarfulltrúum. Fyrsta ferðin var farin í gær, gagnleg að því leyti að ég gat skoðað hverfið Grafarholt, skiptistöðina Mjódd og fann stoppistöðina í Skógarseli þar sem ég get tekið þristinn. Tók síðan þristinn og sexuna í morgun, með slatta af labbi. Fyrst í Skógarsel, sem eru um 400 m, síðan yfir Miklubraut við Gerði, sem eru 200 m og loks Gagnveginn upp á Keldnaholt, sem er ca 1 km. Þetta er nú ágætist morgunlabb. Ferðin tók 35 mín í allt. Gæti verið verra. 

Næst tek ég hjólið með í strætó og hjóla heim, sem ætti að taka ca 30 mín.

Fyrir mig fylgir því einhver ró að ferðast með strætó. Andlega álagið sem fylgir því að ferðast í umferðinni lendir allt á bílstjóranum og ég get því mætt nokkuð vel á mig kominn andlega í vinnuna. Auðvitað tekur þetta sinn tíma en ég er tilbúinn að fórna honum fyrir pirringinn sem fylgir akstri einkabílsins. Það er einmitt sá pirringur sem er helsti ókostur þess að búa á höfuðborgarsvæðinu. En þar bý ég einmitt núna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 24245

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband