Þursar á flugi

Við hjónin sóttum Þursaflokkstónleika í gærkvöldi. Þeir nutu stuðnings Kapútt við flutninginn. Flutningurinn var ekki tilviljanakenndur og menn með hlutina nokkuð á hreinu nema náttúrulega Egill sem gat ekki orða bundist og þurfti mikið að spjalla. Það var í góðu lagi enda söng hann eins og Þurs, átti örlítið erfitt með kröfuhörðustu tónana. Öll betri lög þeirra Þursa litu dagsins ljós á nýjan leik, í mishefðbundnum búningi. Ýmislegt búið að tvista og snúa, ekki síst með tilbrigðum strengja, blásara og ásláttar. Stundum óljóst hvert stefndi í tilbrigðunum. Eyþór Gunnarsson glímdi við hammondinn og bar sig á köflum að með svipuðum hætti og Karl heitinn, hafði greinilega náð nokkuð góðum tökum á stílnum. Við fengum fjögur viðbótar lög eftir uppklapp, sem endaði á Jón var kræfur karl og hraustur, meistaralega fluttum af Tómasi. 

Sem sagt, bara gaman.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 24232

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband