Sameiginlegt mat

Ég er hlynntur því í öllum meginatriðum að fram fari sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda eins og ætlunin er að fara í á Bakka. Eftir lestur á úrskurði umhverfisráðherra finnst mér hins vegar rök ráðuneytisins ekkert sérstaklega sterk, einkum að teknu tilliti til þess hvernig Skipulagsstofnun hefur staðið að málinu, sem mér finnst til fyrirmyndar. Þar var komið á mjög efnilegu samráði allra aðila sem miðaði að því að allir þættir fyrirhugaðra framkvæmda væru í gangi á sama tíma, sem myndi auðvela öllum að hafa yfirsýn yfir málið þ.m.t. umsagnaraðilum, Skipulagsstofnun og almenningi. Og það eru í raun meginrök ráðuneytisins að Skipulagsstofnun skortir lagastoð til að þvinga alla framkvæmdaraðila til slíks samráðs.

Ég vil hins vegar benda á það að á Bakkanum hinumegin á landinu fór fram sameiginlegt mat fyrir tvær tengdar framkvæmdir, Bakkafjöruhöfn og Bakkafjöruveg. Þar hefði mátt meta áhrif hafnarinnar sér og vegarins sér, sem hefði í sjálfu sér verið fáránlegt.

En ég á erfitt með að ímynda mér að þessi úrskurður breyti í raun miklu þó að sameiginlegt mat eigi e.t.v. eftir að kristalla betur erfiðleikana við að finna næga orku fyrir álverið.

En nú ætla ég að koma mér út í góða veðrið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 24158

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband