Alveg að koma!

Ég hef ekki haft orku til að blogga eftir lambalærið í gær, fyrr en núna. Svakalega gott, úr Miðfirðinum, með eggaldin og rauðlauk í tómatsósu.

Nú er bara verið að greiða niður ferðina heim með því að versla ofsalega hagstætt hérna úti, jafnvel þótt gengið sé sjitt. Býst við að við náum að fljúga ókeypis heim fyrst það er svona mikil verðbólga heima. 

Ég komst að því um helgina að ég hef lést um a.m.k. fimm kíló hérna úti á árinu, og var þó mjór fyrir. Þetta gerist þegar maður hættir að éta tvær heitar máltíðir á dag og byrjar að hreyfa á sér rassgatið. Það mun því kosta nokkra endurhæfingu að koma heim, vafalítið munu fylgja því meltingartruflanir, ekki síst um jólin þegar ólifnaðurinn er í hámarki. En aðlögunarhæfni okkar manna eru lítil takmörk sett og ég því fullur tilhlökkunar að úða í mig hangikjöti, uppstúf, grænum baunum og spældum eggjum a la móðurættin mín. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 24178

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband