Færsluflokkur: Tónlist

Frábærir tónleikar og grunngildin

Það tókst svosem ekki að bjóða frúnni á U2 tónleika en við fórum þess í stað á tónleika á vegum Ungmennafélagsins Baldurs í Þingborg, með ekki ófrægari hljómsveit en Köntrýsveit Baggalúts. Smávegis misskilningur í fjölmiðlaumfjöllun varð þess valdandi að við mættum 1 klst of snemma, og ekki þau einu. En biðin var fyllilega þess virði. Baggalútur stillti upp stórsveit með mannskap úr Hjálmum, Guðmund Pétursson og D Cassidy innanborðs. Flutningurinn var eftir því, hvert lag hnökralaust og textarnir hver öðrum fyndnari, útsetningar eðlilegar og í anda hefðbundins köntrís. Mannskapurinn hafði líka greinilega stórgaman að því sem þeir voru að gera. Enduðu á jólalagi.

Nú erum við feðginin heima meðan frúin er á málþingi í bænum, hlustum á Beautiful South og Ampop. Ég hef sett stefnuna á metnaðarfyllra tónlistaruppeldi fyrir börnin, hætta þessu barnatónlistarhjakki og velja úrvalstónlist til flutnings á heimilinu við hvert tækifæri. Það er ábyrgðarhluti að láta börnin fara á mis við klassíska popptónlist síðustu áratuga 20. aldarinnar og síðustu ára. Þetta er svipað og með matinn, ala börnin upp við reglulegt mataræði, hollan en góðan mat og samveru á matartímum. Þetta er í sjálfu sér ekki flókið, bara ganga út frá grunngildunum, börnin vinna síðan úr því sjálf eftir bestu getu.


Ótrúlega ferskir bítlar

36642526.jpg
Eftir að hafa safnað vildarpunktum hjá Sainsburys síðasta árið með síendurtekinni netverslun þá var kominn tími til að eyða þeim í eitthvað nytsamlegt. Hluti af punktunum fór í nýja Bítladiskinn, Love. Ansi hreint skemmtilegur og ferskur, hlakka til þegar ég kem heim og kaupi mér græjur til að hlusta á hann í. Þetta eru gömul lög en fullt af nýjum hljóðum sem tekin eru af upprunalegu segulböndunum, endurblandað af George Martin og Giles Martin. Get hikstalaust mælt með þessari. 

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband