Sögur af landi

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá er hér í Wales talað tungum tveim í orðsins fyllstu merkingu. Sjónvarpsrásin S4C hefur ekki fengið mikið áhorf hér á þessum bæ, fyrr en um helgina að ég opnaði fyrir þáttinn Caefn Gwlad, sem ég þykist geta þýtt sem "Sögur af landi" en er n.k. sjónvarpsútgáfa af "Bóndi er bústólpi". Þáttastjórnandinn er roskinn kall, sennilega fyrrverandi bóndi, tekur tal af fólki víðsvegar um landið, einkum bændum. En hvað um það, ég bætti við enskum texta í útsendingunni, og þá var eins og blessuð skepnan skildi allt heila klabbið. Kjörið tækifæri fyrir mig bóndasoninn að horfa á Caefn Gwlad á sunnudagskvöldum til að kynnast velskum landbúnaði. Kýr, kindur, hænur og hestar eru allt góð og gild húsdýr hér ef einhver hefur verið í vafa.

Nú er Fréttablaðið komið til Cardiff. Hér heitir það METRO og er troðið á mann hvar sem farið er, jafnvel í almenningsvögnum hreppsins þar sem það liggur frammi í sérstökum vasa. En innihaldið er frekar þunnt, dægurmál, yfirborðskenndar fréttir og þokkaleg íþróttasíða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fjórtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband