26. blogg frá Cardiff

Við fótaferðatíma í morgun, sem er um sjöleytið að hætti Birnu Kristínar, var hér allt í snjó og er það enn. Þó heldur byrjað að slakna. Handklæðið sem ég gleymdi út á snúru í gær er undir snjólagi allþykku. Lakara ástand norðar og svo sem ekkert að þessu, rekjan góð fyrir gróðurinn.

Ég leit þess vegna bara á Formúluna í morgun á milli þess sem dæturnar tóku af mér völdin og slökktu á skjánum. Keppnin lofar góðu í ár og gott að eiga þetta sjónvarpsefni í handraðanum aðra hverja helgi ef lítil stemmning er fyrir öðrum tækifærum lífsins.

Svo var landsleikur í rúgbý hér í gær. Ég kíkti á hann á skjánum. Því miður náðu veilsverjar einungis jafntefli við Ítali, en þeir eru ekki mjög hátt skrifaðir í rúgbý. Hafa þó sjálfstraustið í lagi og komust áfram á því. Ég er alltaf að furða mig á því hversu lítið er um blóðsúthellingar í þessum forneskjulega en heillandi leik. Það myndast hver leikmannahrúgan af annarri, boltanum er verpt út úr henni á einhvern ótrúlegan hátt og leikurinn heldur áfram. Minnir á sögur úr Valhöll til forna, þar sem kappar börðust og létu flestir lífið en gengu alheilir skömmu síðar. Kannski á þessi leikur nokkrar rætur í ásatrú. A.m.k. hef ég sjaldan litið eins marga karlmannlega karla á jafnlitlu svæði á sama tíma. Og þá meina ég karlmannlega því þetta eru engar metrosexual verur eins og í fótboltanum, heldur eru allir útlimir gríðarsverir, kjálkarnir skaga út í loftið og nefin hafa mikið vægi þó flest séu þau brotin. Hvaðan þessir menn koma er mér hulið en það er sjálfsagt það sama og má segja um körfuboltaleikmenn eins og vestan hafs, sem eru margir hverjir ofurmannlegir. Lag rúgbýboltans gefur leiknum líka nýja vídd, n.k. kaos leiksins. Hann er mjór til endanna og þegar hann skoppar á vellinum er ómögulegt að segja hvert hann fer næst. Þetta opnar upp ýmsa möguleika og gefur leiknum aukna spennu.

Undanfarnar vikur hef ég kannað bjórlendurnar hér í Bretlandi, smakkað hverja tegundina á fætur annarri af hinum góða Ale sem hér er að finna. Þar eru margar tegundir tilnefndar, Black Sheep, Old Speckled Hen, Fursty Ferret og í gær smakkaði ég Golden Glory. Í honum var einhver slatti af ferskjum og heldur mikið fyrir minn smekk. Hann þarf að vera vel kaldur og sennilega er betra að drekka hann á sumrin. Nú eru lagerarnir sem maður er vandur að drekka lítið annað en bragðlaust glundur. Þeir eru enda talsvert ódýrari. En þetta er skemmtileg menning, sem gaman er að kynna sér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og átta?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband