18.3.2006 | 13:56
Glitnir banki
Það er óneitanlega missir að nafni Íslandsbanka úr flóru hinna íslensku fjármálafyrirtækja. Ég var farinn að venjast þessu ágætlega og meira að segja búinn að færa þangað mín viðskipti með nokkuð góðum árangri. Það var bjart yfir heimasíðu Íslandsbanka, hvar ég stundaði nánast alla mína umsýslu með peninga og maður varð oft þokkalega bjartsýnn eftur veruna þar. Nú hefur ásýnd síðunnar breyst og einkennist nú af rauðum lit. Áður táknaði sá litur eitthvað neikvætt og oftast mínus þegar fjallað var um tölur. Því er bjartsýnin sem einkenndi heimabanka Íslandsbanka horfin eins og dögg fyrir sólu og í staðinn komnar rauðar tölur og allt virðist stefna í mínus. Auk þess hef ég aldrei borið mikið traust til fyrirtækja eins og Glitnis. Vafalaust fordómar sökum vanþekkingar en ég er alinn upp við að eiga að mestu fyrir því sem ég kaupi, og alveg fyrir neysluvörum eins og húsgögnum og jafnvel bílum. Svona er maður nú forn. En ég ætla ekki að skipta um banka sökum þessa, nema þjónusta bankans breytist í kjölfarið á nafnbreytingunni, til hins verra.
Á þetta kannski að vera Glitnir Group?
Breytt 31.3.2006 kl. 13:33 | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 24385
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammala ther honey, Fram litirnir voru miklu betri - eg kann alls ekki vid thetta valsara look hja Glitni. Ups, eg veit eg a ad vera ad skrifa ritgerd en ekki svara bloggi. Back to work.
Olof (IP-tala skráð) 18.3.2006 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning