Tap

Það er ekki bara velska landsliðið í rúgbý sem tapar. Ég var líka að tapa stríðinu við Cardiffhrepp um útsvarið. Þrátt fyrir að hafa mikinn hreim og haga mér eins og útlendingur, þá er frelsið mér nú fjötur um fót. Það mega allir allt allsstaðar. Ég má vinna í Bretlandi og þar með á ég ekki rétt á neinum undanþágum, sagði mjög vinalegur indverji við mig í afgreiðslu Cardiffhrepps. Hann var reyndar óvenju vingjarnlegur af opinberum starfsmanni að vera (segi ég) og ég rek það að nokkru leyti til þess að hann er hindúi. Hann var allur hinn blíðasti á manninn og brosti, með rauðan blett á enninu. Og þegar hann sagði þessi neikvæðu orð við mig þá sló hann bitlaus vopnin úr höndum mínum. Maldaði þó aðeins í móinn en hann fór yfir þetta ósköp rólega. Síðan benti hann mér á að fyrst ég mætti vinna hérna, þá ætti ég örugglega líka rétt á einhverjum bótum, t.d. húsaleigubótum. Svona eiga kerfiskallar að vera. Veit ekki hvort ég nenni að sökkva mér ofaní þetta bótakerfi en gæti munað einhverju.

Pósthúsið hérna hjá okkur er talsvert óvenjulegt miðað við þá mynd sem ég hef haft af pósthúsi. Þegar gengið er inn þá eru grænmeti og ávextir á hægri hönd en ruslapokar, þurrkaðir ávextir og gæludýrafóður á vinstri hönd. Innan um þetta eru svo leikföng, ritföng og sælgæti. Harla óvenjulegt. Inns er svo lokaður glerskápur þar sem hírist ein kona, virðist vera að prjóna en gæti verið að biðja. Hún er hið eiginlega pósthús og tekur við póstinum. Keypti m.a.s. klósettpappír þar áðan. Gaman að þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og einum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 24385

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband