12. blogg frá Cardiff

Já, það koma óneitanlega þau tímabil að maður hefur lítið fram að færa og hugrenningar ekki þess eðlis að þær skuli færa í letur en.....

Strætóbílsjórar eru sennilega afar vanmetin starfsstétt. Ég játa það fyllilega að fátt kemur mér í eins vont skap eða fer eins mikið í taugarnar á mér og mikil umferð, bið á umferðarljósum, að komast ekki nokkuð greiðleiga mína leið o.s.frv. Svo mun vera um fleiri. Með því að nota almenningssamgöngur eins og strætó þá er þetta áreiti fyrir bí en leggst allt á einn mann fyrir hönd allra þeirra sem sitja í strætó. Þetta gildir að sjálfsögðu eingöngu þar sem fleiri en bílstjórinn eru í farartækinu en dæmi um annað munu nokkuð þekkt t.d. í Reykjavík. Strætóbílstjóri tekur því á sig hið margvíslega neikvæða áreiti sem stafar af samskiptum við aðra og hin ýmsu umferðarmannvirki í umferðinni. Þeir eru því allt að því sálgæslumenn, varla sálfræðingar, en sálarvörn fyrir okkur hin sem sitjum eða stöndum í strætó. Hvað þetta hefur að segja? Jú, það er ekki nokkur spurning að af þessu hlíst margvíslegur sparnaður fyrir samfélagið. Þeir sem ferðast með strætó þurfa síður að leita til sálfræðinga, slysum fækkar og álykta má að samskipti verði að meðaltali jákvæðari svona almennt. Auðvitað má gera ráð fyrir því að sálfræðikostnaður strætóbílstjóra sé nokkur en ætti þó ekki að þurfa að vera meiri en hjá almennum bílstjórum. Strætó á t.d. víða meiri rétt í umferðinni en hinn almenni bíll t.d. sérstakar akreinar, forgangur út af stoppistöð og forgangur á ljósum. Ég ætla ekki að byrja að telja upp kosti vegna umhverfisins, það hafa svo margir þulið þá tuggu. Hér í Cardiff nýti ég mér sem sagt strætó og það er talsverður léttir að vera ekki með bíl á sínum snærum, mjög jákvætt fyrir lífsmóralinn.

Annars er ég byrjaður að hlaupa, úti. Sól hækkar á lofti og ég hef lengi ætlað að taka mig á í hreyfiþjálfun. Hér er ágætt að hlaupa, talsvert af stígum, t.d. í kringum vatnið hér fyrir neðan og í Roath Park. Byrja frekar rólega, 2-3 km. Svo færir maður sig upp á skaftið.

Það er athyglisvert að hér er mjög lítið um útivistarbúðir utan þetta með hlaupabúnað, golfsett og slíkt. Lítið um göngubúnað. Ég á eftir að stúdera það nánar til að koma með kenningar. En hér eru allir að hlaupa eða úti að ganga með hundinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara byrjaður að hlaupa. Já, þetta gera menn á gamals aldri. Næstum engir aðrir!

Kiddi (IP-tala skráð) 8.2.2006 kl. 23:25

2 identicon

Hæ brósi. Til hamingju með eiginkonuna. Líst vel á hlaupin mundu að taka tímann svo þú fylgist með árangrinum!!!

Sigrún (IP-tala skráð) 8.2.2006 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sjö?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband