Rigning, gubbupest og tunnur

Já, nú er komið rigningartímabilið hér í Cardiff. Eftir óvenu þurran vetur á að bæta úr, eða öllu heldur að fara í gamla farið, og rigna. Regnhlífarnar teknar fram og gengið með stíl ömmu músar um götur bæjarins. Ég hef afar litla reynslu af regnhlífum og ber mig því örugglega ekki rétt að, held sjálfsagt eitthvað vitlaust á hlífinni því ég verð bara þreyttur á að bera þetta litla tjald. Pakka henni því niður og verð blautur. En rigningin kemur að mestu beint niður. Það hefur hlýnað talsvert með þessu og því bara notalegt að fara út og skokka svolítið eftir að börnin eru komin í skólana. Þ.e.a.s. þau sem ekki eru með gubbupest. Fátt leiðinlegra en að börnin fái gubbupest, máttfarin og mega ekki borða þó þau vilji. En standa sig eins og hetjur.

Í fyrradag var hér tunnuvætt. Ein svört tunna fyrir almennt sorp, ein græn tunna fyrir garðúrgang og pappa og rúlla af grænum pokum fyrir gler, pappír, plastílát, ál o.s.frv. Þetta er nokkur framför eins og hér hefur komið fram áður og nú fara grænu pokarnir í nýja flokkunarstöð þar sem glerið, pappírinn, plastið og álið er flokkað og síðan selt sem hráefni í glerílát, eggjabakka, flíspeysur og álpappír. Þá er bara að leysa málin með það sem eftir er, þ.e. almennt eldhússorp, bleiur o.fl. Sum sveitarfélög eru komin með brennsluofna fyrir þetta og lýsa göturnar með afrakstrinum. Aðgerðir sveitarfélaga hér eru ekki samræmdar og því ætla flest sveitarfélögin að byggja brennsluofna til að framleiða rafmagn svo örugglega ekkert af þeim verði með hagkvæma vinnslu. Þessi saga hljómar kunnuglega. En varðandi tunnurnar þá fær maður áminningu ef ekki er flokkað rétt og loks 75punda sekt ef maður er óforbetranlegur sóði. Ég er orðinn þeirrar skoðunar varðandi umhverfismál að þau komast ekki í samt lag fyrr en greiða þarf fyrir þá þjónustu sem maður fær af hálfu umhverfisins. Greiða fyrir magnið af sorpinu sem maður lætur frá sér, greiða fyrir orkuna sem maður notar og greiða fyrir vatnið sem maður notar, svo eitthvað sé nefnt. Annað er handahófskennt. Sósíalismi virkar ekki í umhverfismálum nema að mjög takmörkuðu leyti. Kapítalismi er líka gallaður því ef allt er einkavætt þá er eins víst að búið sé að eyðileggja mikið af auðlindum áður en næg þekking er orðin til svo þær séu nýttar á sjálfbæran hátt. Sumar auðlindir eru nefnilega ekki endurnýjanlegar.

Svo mörg voru þau orð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér líst vel á þessa nýju tilhögun á sorphirðunni hjá ykkur. Nú er bara hreinsað annanhvern mánudag hérna í Sóltúninu og það er bara allt í lagi. Nýju tunnurnar rúma svo vel að þetta dugar, a.m.k. litlu heimilunum. Svo er hægt að setja viðbótina í bláu pokana sem merktir eru Árborg, annað er nefnilega ekki hirt. Ég vildi að það kæmi frekari flokkun hér en þó þannig að maður þurfi ekki sj,álfur að koma því í sorpstöð eins og nú er.

Eigið góða helgi,
Kær kveðja frá okkur gömlu á 29.

Ragna (IP-tala skráð) 10.3.2006 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og nítján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband