24.3.2006 | 19:56
Merkisdagur
Dagurinn í dag, 24. mars 2006, markar held ég ákveðin tímamót. Þetta er einkum með tvennum hætti. Annars vegar tel ég að bakslag í íslensku fjármálalífi sé endanlega staðfest í dag með vantraustsyfirlýsingum frá s.k. vinum okkar í vestri. Hins vegar kom vorið til Cardiff í dag. Morguninn var nokkuð hefðbundinn og svalur. Við skruppum í bæinn og komin heim um hádegi. Þegar ég fór síðan út með ruslið upp úr hádeginu þá var allt í einu orðið hlýtt. Orðið "hlýtt" höfum við ekki notað síðan við komum til Cardiff. Fór með stelpurnar á nýopnaðan róluvöll og við fengum þessa fínu vorrigningu á okkur. Ahhh.... Og spáir framhaldi á, reyndar með rigningu.
Þetta eru að mínu mati fréttir dagsins og þegar horft verður um öxl eftir nokkurn tíma þá mun þessi dagur hafa ákveðna sérstöðu meðal bræðra sinna og systra í almanakinu.
Nú er ég að gera upp við mig hvort ég eigi að flytja bloggið yfir á blogg.is og er að skoða möguleikana. Ég er orðinn aðeins leiður á því að missa út nánast fullbúna pistla, erfitt að setja inn myndir og ritillinn leiðinlegur. En ég læt vita, jafnvel þá sem ekki vilja vita.
Breytt 31.3.2006 kl. 13:33 | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll frændi. Ég hitt Einar Björns i körfu í síðustu viku og sendi mér adressuna. Alltaf gaman að fylgjast með frændfólkinu í útlöndum skiluru. Er annars sjálfur að deyja úr leiðindum í Vestmannaeyjum því ég fékk 50% djobb í sjúkraflugi og þarf þ.a.l. að vera hér á standby hálfan mánuðinn. Og þetta er sko partýpleisið jíbbí eða þannig. Bið að heilsa. Jón Bergmann
Nonni (IP-tala skráð) 26.3.2006 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning