22.1.2006 | 20:25
5. blogg frá Caerdydd, Cymru
Dýragarðurinn minnir borgarbúa á að maðurinn býr ekki einn á þessari jörð. Þetta er auðvitað ekki mjög alvarleg áminning en þó sennilega mesta nálægð sem fjölmargir komast í við eitthvað sem kalla má náttúra. Alls ekki náttúrulegt umhverfi en lifandi verur og flestar frá framandi stöðum. Heimsókn á þennan stað getur því vakið forvitni um fjarlæga eða framandi staði og þannig orðið til þess að fólk fær áhuga á að kynna sér málin frekar. Við skelltum okkur nefnilega í dýragarðinn í Bristol. Ljón og flóðhestar. Górillan var samt best, svo laus við stress.
Aftur að málinu hér í Cymru. Ég þori nokk að fullyrða það að allt sem hér er gefið út af hinu opinbera eða í tengslum við opinbera þjónustu hvers konar er á tveimur tungumálum, cymraeg og ensku. Gleymdi að nefna það að velska er af keltneskum uppruna og hefur sama stofn og bretónska handan við sundið og hin gelísku mál í Írlandi og Skotlandi. Skilst hún sé líkari bretónsku. En þetta er talsverður kostnaðu fyrir þetta litla samfélag. Skondin fannst mér auglýsingin og lýsingin á tungumálanámskeiðum í velsku í blaði frá háskólanum. Allt saman á velsku. Ef mig langar að læra velsku þá skal ég gjöra svo vel að læra velsku fyrst svo ég geti fundið mér námskeið þar sem kennd er velska.
Frónbúum til hughreystingar þá spáir hann kólnandi, jafnvel snjó seinni part vikunnar.
Breytt 31.3.2006 kl. 13:33 | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú var verið að spá því að íslenskan ætti um 100 ár eftir, ætli hennar örlög verði ekki svipuð og velsku.
Gústav (IP-tala skráð) 24.1.2006 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning