9. blogg frá Cardiff

Bankasagan virðist loks hafa fengið endi, farsælan veit ég ekki enn. Hittum stórkostlegan þjónustufulltrúa í HSBC sem sagði okkur þurfa að sýna fram á að við hefðum búið á Selfossi. Veit ekki hvort það er orðið gert að skilyrði að maður hafi búið á Selfossi en.. Eftir japl jaml og fuður féllst hún á að við gætum e.t.v. stofnað reikning en til þess þyrfti eyðublað til að sækja um. Við álitum það jákvætt og hún hélt af stað að leita að eyðublaðinu. Kom skömmu síðar og tilkynnti okkur að eyðublaðið væri barasta ekki til lengur, bara búið. Ef við hins vegar gætum fyllt út svona eyðublað einhverntíma þá yrði það sent í höfuðstöðvarnar og þar fjallað um dæmið, þ.e. okkur og okkar kredittraust. Sú umfjöllun tæki vafalaust tvær vikur. Ég hélt að svona bull væri bara úr sögunni á vesturlöndum en ekki aldeilis. Þannig að við héldum í Barclays. Mér hefur alltaf fundist Barclays svo flott nafn að ég hef aldrei gert ráð fyrir að fyrirtæki með slíku nafni hefði nokkurn áhuga á að skipta við nobody eins og mig en við létum slag standa þar sem bankinn var í leiðinni.

Hittum þar Adrian Chapman, afskaplega þjónustuglaðan ungan mann. Hann skoðaði passana okkar í þaula, hringdi síðan í opinberan starfsmann einhversstaðar og sýndi honum nánast takmarkalausa þolinmæði á meðan hann lýsti fyrir honum passanum. Jú hann er dökkur, e.k. skjaldarmerki framaná með kalli og nauti. Myndin er nú frekar léleg en jú hann þekkist nú. Svona gekk þetta í þrjú kortér. En loks lagði Adrian á og taldi komna fullvissu fyrir því að við værum þau sem við værum. Svo stimplaði hann tvisvar inn upplýsingar um okkur hjónin, t.d. hvar við hefðum búið áður en við bjuggum á Selfossi. Rétti síðan möppu yfir borðið og bauð okkur velkomin í viðskipti við Barclays. Þvílíkur léttir!

En nú vill Margrét æfa sig að skrifa í tölvunni svo ég verð sennilega að hætta núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fimmtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband