25.1.2006 | 10:39
7. blogg frá Caerdydd, Cymru
Innkaup á hvers kyns heimilisvörum í gegnum netið er komin til að vera á þessu heimili. Keypt inn á netinu þegar börnin eru komin í rúmið og horft á Taggart í sjónvarpinu á meðan einhver tínir vörurnar til og ekur með þær heim á hlað og ber þær jafnvel inn fyrir þröskuldinn. Hvað viljið þið það betra? Nú þarf maður í versta falli að fara á grænmetismarkaðinn, til slátrarans og í fiskbúðina til að versla. Þannig að nú er ég hættur að fara út úr húsi. Nei, nei. Í morgun trillaði ég með barnakerru í leikskólann, í strætó og labbaði svo til baka. Ég verð kominn í hörkuform eftir árið.
Talandi um form, Latibær er á BBC, sýndur á morgnana kl. 8:30 þegar öll börnin eru á leið í skólann. Hann er reyndar líka sýndur á Nickleodeon seinnipartinn en þá er hann bara sýnilegur ríka fólkinu sem er með allar áskriftir. Mér finnst persónulega íslensku raddirnar betri. Laddi er betri Nenni og Siggi er líka skemmtilegri. Magnús Sch og Stefán Karl eru með skemmtilega framandi hreim miðað við aðrar persónur. Þættirnir eru í eitthvað annarri röð en heima og við höfum aðeins séð einn af þeim hér. Margrét eldri dóttir okkar kunni hann utanað og gat því þýtt hann jafnóðum yfir á íslensku úr ensku. En gaman að sjá þessi íslensku nöfn renna yfir skjáinn á kreditlistanum. Lifi útrásin!
Nú förum við hjónin í heilsufarstékk á velskri heilsugæslu, þvagsýni og allur pakkinn. Enga lyfjamisnotkun hér takk.
Breytt 31.3.2006 kl. 13:33 | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning