2.2.2006 | 12:47
Jarðamatseðill og skyr.uk
Skemmtilegt að sjá pistil forseta vors á mbl.is um íslenskan landbúnað. Þetta vekur mann óneitanlega til umhugsunar um hversu bundinn landbúnaðurinn er að mörfu leyti í viðjar hugsunarháttar, hugsunarháttar sem hefur lítið breyst síðustu áratugi. Skyr framleitt í Danmörku eða Wales undir merkjum skyr.is eða Norðurmjólkur er ekki fráleit hugmynd. Einnig er þetta með jarðamatseðilinn fyrir lambakjöt á veitingastöðum skemmtileg sýn og gefur tækifæri til framþróunar í gæðum framleiðslu.
Við keyptum einmitt lambakótilettur í Tesco um daginn í tiltölulega hefðbundnum pakkningum, plastbakka með plastfilmu yfir. Utan það að á pakkningunni var miði þar sem getið var um bóndann sem framleiddi kjötið, hvar hún bjó og að hún legði sig nú fram um að lömbin hefðu það gott og fengju nóg að borða. Við erum að tala um fjárhjarðir ekki stærri en á Íslandi, kannski 300-600 ær.
Nú er mikil umræða um hvort bikarúrslitaleikurinn í vor verði á Wembley eða á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff. Greinilega mikil pressa á Lundúnabúum að Wembley verði tilbúinn en þar er allt á eftir áætlun.
Til fróðleiks þá er Þúsaldarleikvangurinn hér u.þ.b. í miðri borg, eins og geimskip frá framandi plánetu hafi sest þarna niður og standi ekki til að færa sig frekar um set. En það er með þetta mannvirki eins og svo mörg önnur að þau hafa fært framkvæmdaglöðum aðilum miklar skuldir og bagga að bera, í þessu tilviki velska rúgbýsambandinu. Þeir eru að velta fyrir sér að selja nafnið fyrir 5 millj. punda þ.e. að einhver stór aðili fái að setja nafnið sitt framan við nafn leikvangsins t.d. TESCO Millennium Stadium.
Breytt 31.3.2006 kl. 13:33 | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja, þá er Tunga komin í samband. Kannski við hæfi að tilkynna það hér á eftir þessum landbúnaðarpistli.
kg
Tunga (IP-tala skráð) 4.2.2006 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning