10. blogg frá Cardiff

Hér um slóðir voru til skamms tíma stundaðar í stórum stíl s.k. refaveiðar, þar sem hópur manna á hestbaki auk sambærilegs fjölda hunda setti sér það sameiginlega markmið að elta ref og drepa. Þessi hefð var stunduð hér í landi allt frá 17. öld og fram á síðasta ár en þá samþykkti breska þingið bann við slíkum athöfnum, einkum á forsendum dýraverndar og þá einkum m.t.t. refsins. Gríðarlegar deilur spruttu í tengslum við þessa lagasetningu og hefur fjarri því gróið um heilt. Bændur hér um slóðir hafa sumir hverjir haft lifibrauð af þessum veiðum, alið bæði upp hunda og hesta. En einnig er því hávært mótmælt að verið sé að amast við lifnaðarháttum fólks með þessum hætti og þá einkum hvað fáfróðir borgarbúar séu yfir höfuð að skipta sér af þessu.

Þessi umræða þykir manni dálítið kúnstug í aðra röndina. Ég skil vel að menn vilji halda í gamlar hefðir því í kringum þessar refaveiðar hefur verið mikið gaman og mannfögnuður mikill. Riðið um óveg á góðum hestum með skemmtilegu fólki. Þetta hljómar óneitanlega kunnuglega. En endarpunkturinn, þ.e. drápið á refnum, er orðið eins og algert aukaatriði. Minnir aðeins á gangnahefð á Íslandi, sem er sennilega að þeirra mati sem tekið hafa þátt í slíku eitthvað það mest mannbætandi og skemmtilega sem hægt er að taka þátt í. Hvert markmið samverunnar er hefur síðan þynnst eilítið út. En útiveran, samvera við hross, hunda og skemmtilegt fólk er óviðjafnanlegt.

Ég hef ekki enn komist að því hvort refaveiðar eru stundaðar hér með öllu skilvirkari hætti en þó grunar mig það.

Nú hafa bændur tekið upp á því að efna til útreiða með svipuðu sniði og refaveiðarnar voru, gera gervislóð fyrir hundana svo þeir fái nú að hlaupa og flengríða síðan um velskar grundir. Að þessu hefur verið gerður góður rómur en mikil áhersla lögð á það að sveigja framhjá refum verði þeir á leið hópsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fjórum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband