5.3.2006 | 20:30
24. blogg úr Latabæ
Hér á heimili eru fjölmargar tilvísanir í hinar ágætu bók- og myndmenntir sem fjalla um líf og starf fólksins í Latabæ. Þrjár vídeóspólur, tónlistardiskur, kjólar og hárkollur svo eitthvað sé nefnt. Þættirnir hafa gegnt mikilvægu hlutverki við tungumálaaðlögun dætranna á heimilinu og ganga þar undir heitinu Lazytown. Nema hvað, þetta er sjálfsagt ekki frábrugðið því sem er á mörgum öðrum heimilium. En nýjasta tilvísunin varð á vegi mínum er ég las vikurit Cardiff en þar kom fram að í Cardiff er latasta fólkið í borgum Evrópu. Hér hjóla 0,5% fólks í vinnuna og ein af hverjum hundrað ferðum í vinnu er farin fótgangandi. Þetta sló mig en þegar ég hugsa um það þá sést ekki margt manna hér hjólandi enda ekki góð aðstaða til slíks innan bæjarmarkanna. Börnin eru að stórum hluta sótt á bíl í skólann þó þau séu flest úr hverfinu o.s.frv. Veðrinu er ekki um að kenna því Cardiff mun vera ein "þurrasta" borg Bretlandseyja. Aðeins 164 rigningardagar á ári. Um þessar mundir búum við því í Lazytown. Kannski höfum við hér hlutverki að gegna, bíllaust fólkið, sem nýtir sér almenningssamgöngur til hins ítrasta og gengur það sem á vantar. Hér vantar fyrirmyndir eins og Sollu og Íþróttaálfinn. Ég get verið Íþróttaálfurinn og Ólöf verið Solla. Hér í landi yrði ég því Sportacus og Ólöf yrði Stephanie. Kannski er þetta allt fyrirfram ákveðið. Djúsið, hlaupin, göngumælirinn og allt þetta er engin tilviljun. Við erum hér með hlutverk.
En í kvöld reyndum við einn af fylgihlutum heimilisins. Það er s.k. Slow Cooker eða Crock-Pot. Fylgdi með íbúðinni og er notaður við að elda mat eftirlitslaust. Hráefninu er dengt í pottinn, hann stilltur á High eða Low og svo opnar maður lokið eftir 8 tíma og maturinn er til. Ótrúlegt en satt því við reyndum þetta í dag og það virkaði svona líka vel. Úr þessu öllu varð fínasta nautagúllas.
Hvað verður nú um Framsóknarflokkinn, þegar Árni er farinn? Verður Björn Ingi þá nýi erfðaprinsinn?
Breytt 31.3.2006 kl. 13:33 | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður Bjössi minn.
Veit ekki hver verður nýi prinsinn. Guðni hefur ekki sagt mér neitt um það.
Ég var samt að hugsa: Þú hittir Betu sem var frosin í framan, hrukkur og allt nema augun. Þá reiknaði ég út: Jón Kristjáns hefur nauða svipuð einkenni. ERGÓ: Þau eru náskyld. ERGÓ: Beta er ættuð að austan. Hún hefur verið send í útrás frá Íslandi í gamla daga. ERGÓ: Við eigum Bretland.
EN svo var Jón Kristjáns í sjónvarpinu í gærkveldi og brosti. Þau eru líklega ekki skyld.
Kær kveðja
Nonni
Jón Ragnar Björnsson (IP-tala skráð) 6.3.2006 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning