17.3.2006 | 17:14
Stjórnarbyggingar
Við Birna skruppum í innkaupaleiðangur í dag. Gott að rifja upp hvað það er leiðinlegt að fara með innkaupakerru í stórmarkað og burðast með poka ýtandi barnakerru á undan sér. Þetta var sumsé vikan sem við keyptum ekki inn á netinu. Það verður ekki endurtekið á næstunni. En við fórum sumsé í Morrisons, sem er ágæt verslun með góða ferskvöru. Á leiðinni förum við framhjá ægilegum skrifstofubyggingum, sem ganga undir heitinu Government buildings. Fyrirbærið minnir á miðja síðustu öld í ráðstjórnarríkjunum, stórir kumbaldar, gráir og ópersónulegir. Innihalda fullt af fólki sem enginn veit hvað gerir en höfuðstöðvar rauða límbandsins (red tape).
Annars er helv. kalt hérna um þessar mundir og mun vera eitthvað framhald þar á. Kannski fjórar gráður í dag og talsverður vindur. Spáir þurru en köldu.
Breytt 31.3.2006 kl. 13:33 | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning