5.5.2006 | 20:09
Útfjar
Nú hefur aldeilis dottið botninn úr gestakomum hér á Everard Way. Ekki útlit fyrir að nokkur sæki okkur heim fyrr en seint í sumar. Kannski er það líka ágætt. En þetta er búið að vera mjög gaman, fátt er eins gaman og að fá góða vini í heimsókn.
Það sem hefur gerst hérna síðustu daga telst nú til nokkurra tíðinda. Ráðinn var enskur þjálfari en enskir fótboltaáhugamenn sýna þeim nýja ekki mikinn stuðning til að byrja með. Hann verður að vinna fyrir þeirra velvild. Merkilegt hugarfar. Formaður nefndar enska knattspyrnusambandsins sem sá um valið sagði að mikill leki hefði verið frá nefndinni og því enginn vinnufriður, dálítið klúðurslegt.
Charles Clarke, innanríkisráðherra er nú orðinn fyrrverandi innanríkisráðherra, einhver uppstokkun hjá Blair, plástrar á sárin eftir hrikalega útreið í sveitarstjórnarkosningum þar sem Íhaldsmenn bættu miklu við sig. Tony kallinn er við það að steyta á skeri.
Veðrið hefur verið uppá það besta hérna síðustu daga, 20 stiga hiti og sól. Svona veður fer náttúrulega misvel í fólk, vel í flesta en þeir sem eru ljósir á hörund og með rautt hár eru svona la la hrifnir af þessu.
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.