21. blogg

Nú fyrst maður er byrjaður.... Drottningin kom í dag. Hún var hissa að sjá mig ekki við opnunina á nýja þinghúsi Wales, sem stendur hér niður í Cardiff Bay, nálægt höfninni. Glæsilegur arkitektúr, minnir á risastóran svepp. Merkilegt hvað hún er oftast alvarleg á svipinn, t.d. miðað við Þórhildi danadrottningu sem er alltaf voða hress. Beta er alvarleg og hreyfir helst bara augun til að svipurinn haldist, ekki hreyfð ein hrukka. Annars hélt hún þokkalega ræðu við opnunina. Minnti stjórnmálamenn á að þeir eiga umboð sitt undir kjósendum. Mjög þarft því þessi bygging er afar umdeild, kostaði ekki nema 57 milljónir punda eða um 6 milljarða ÍKR. Karl var líka þarna staddur með Camillu. Hún var með svo stóran hatt að hún sá ekki nema hálfa sjón og hausinn hallaði talsvert á stjórnborða. En til hamingju Walesbúar með nýja þinghúsið. Vonandi verður það ekki of dýrt í viðhaldi.

Eitthvað var það nú fleira sem mér lá á hjarta en man ekki lengur. Það kemur fyrir okkur öll. Fékk nefnilega heimsendingu frá Tesco áðan og þá komu í ljós nokkrir ókostir þess að versla á netinu. Keypti óvart fjóra 1 kg poka af gulum eplum í staðinn fyrir 4 gul epli. Sama með blaðlaukinn, keypti einn stóran poka af blaðlauk í staðinn fyrir 1 blaðlauk. Þá er bara að baka eplaköku, djúsa epli og elda lauksúpu. Gæðin á þessu heimsenda dóti eru barasta fín og ekki yfir neinu þar að kvarta.

Stefnir í meiri snjó á morgun, bara gaman í smátíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fjórum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband