11.2.2006 | 20:21
14. blogg frá Cardiff
Þið haldið kannski að mér hafi fatast í talningunni. Nei ekki aldeilis. Ég var nefnilega búinn að skrifa 13. pistilinn og hann ekki slæman, um rúgbý. Og hann hvarf með öllu. Þetta var svona testósteron pistill. Karlmannleg nef, margbrotin, sverir kjálkar og framstæð haka. Keltarnir flestir tannlausir að mestu. Meginlandsbúar og Englendingasnobbhænsnin betur til hafðir. En lýsing á leiknum er hér með horfin, sem staðfestir eingöngu óhöpp í tengslum við töluna 13.
En kannski reyni ég aftur síðar.
Fuglaröddunum er sífellt að fjölga í grænum görðum Cardiff og íkornarnir skoppa í trjánum, næstum gegnsæir að lit. Lifandi teiknimyndapersónur úr Disney.
Breytt 31.3.2006 kl. 13:33 | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning