Páskaliljan

Hér kemur fróðleikur dagsins.

Páskaliljan, sem á ensku útleggst Daffodil, er þjóðarblóm Wales. Hún er líka n.k. vorboði og sýnir sig gjarnan á þessum tíma, í kringum 1. mars, og er ákaft flaggað á degi Heilags Davíðs, St. Davids Day. Hún tengist altso ekki páskum hér á nokkurn hátt, sem er mér nokkur nýlunda enda alinn upp við þessa nafngift.

En í morgun komumst við að því að hér er starfandi mjólkurpóstur. Hlaupandi með mjólkurflöskur í nokkur hús hér í götunni. Í fljótu bragði mjög umhverfisvænt en hann ekur um á stórum pallbíl og stekkur með tvo til þrjá lítra í hvert hús, sem er nú frekar lítið. En þurfum að skoða þetta nánar.

Það vekur athygli mína að þrátt fyrir mikla bílaumferð í Cardiff og mikið frostlognsveður um þessar mundir að ekki er áberandi svifryk yfir borginni. Í Reykjavík er þetta að verða viðvarandi vandamál ef ekki kemur gott rok annan hvern dag. Getur þetta tengst nagladekkjunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er að verað brjálaður á þessu svifryki! Það liggur við að ég þurfi að þvo bílinn 2svar í víku bara atil að sjá almennilega út!

Orri (IP-tala skráð) 5.3.2006 kl. 12:19

2 identicon

Orri minn. Þetta fylgir því að eiga bíl, he, he...

Bjössi (IP-tala skráð) 5.3.2006 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fjórtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband