18. blogg frá Caerdydd, Cymru

Nú stefnir í mikið haverí hér í Cardiff um helgina. Á sunnudaginn er úrslitaleikur í ensku deildarbikarkeppninni á þúsaldarleikvanginum "okkar". ManU og Wigan eigast þar við og verður vafalítið margt um manninn. Fyrir nokkru síðan voru settar upp tilkynningar í strætó, ekki verður ekið um miðbæinn á sunnudaginn 26. febrúar en tekinn krókur. Miðbærinn mun því væntanlega lokast að mestu fyrir bílaumferð þar sem leikvangurinn er eins og stórt kýli utaní miðbænum. En þetta gerist nú bara endrum og eins. Í sumar verða þrennir tónleikar á leikvanginum, Take That, Eagles og Rolling Stones. Hefði mátt vera eitthvað safaríkara en svona er lífið, snýst allt meira og minna um tímasetningar.

Nú er ég farinn að djúsa. Ekki kojufyllerí heldur er hér um að ræða nýtt eldhúsáhald sem breytir ávöxtum og grænmeti í safa, sem maður síðan drekkur í rólegheitum. Nýjasta pöntun í Tesco er enda mikið af ávöxtum og grænmeti. Ég finn vítamínin hríslast um skrokkinn en finn líka blóðsykurinn hækka upp úr öllu valdi. Betra að drekka hægt. Svo á að reyna sig við grænmeti, gúrku, engifer, gulrófur og broccoli. Jafnvel hvítlauk. Þetta er víst svakalega hreinsandi. Málið er að búa til gott "base", úr gulrótum og eplum eða ananas og síðan bæta einhverju óætu í. Kannski endist þetta eitthvað, kannski hætti ég eftir þrjú skipti og nenni ekki að vaska þetta upp lengur. Svo verður maður að fá sitt tréni.

En í gær hljóp ég hringinn í kringum vatnið + Roath Park. Veit ekki hvað þetta er langt en gott að hafa það skjalfest hvenær þetta átti sér fyrst stað. Annars er Margrét í vetrarfríi þessa viku svo ekki verður mikið um líkamsrækt. Meira um spil eins og Lúdó og Olsen Olsen. Ætli einhver börn kunni þessi spil lengur? Er hægt að spila Lúdó á netinu? Eða Olsen Olsen? Svo er hún sjúk í að spila Fant, Veiðimann og Svarta Pétur. Er líka orðin húkkd á Yatzi. Ég er byrjaður að kenna henni manntafl, gamli skákgúrúinn. Henni finnst skemmtilegast að raða upp mönnunum og að máta mig. Ekkert sérstaklega gaman að tefla, þannig að ég sé um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og átján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband