20. Cardiffblogg

Nú er kominn snjór í Wales, smáföl en fallega hvítt yfir að líta. Enn meiri snjór er í Skotlandi og meira væntanlegt. Þetta er frekar heimilislegt þó að vorið eigi nú að vera að bæra á sér. Reyndar vorum við Birna ekkert sérstaklega hamingjusöm með þetta í morgun því strætó varð ansi hreint seinn á svæðið og okkur orðið kalt að bíða. En það var tekið hlýlega á móti okkur í Ninian Road Nursery og Birna gat hlýjað sér hjá fóstrunum.

Annars er maður rétt að ná sér eftir bikarúrslitaleikinn mikla um helgina, að sjá ManU bursta Wigan á þúsaldarleikvanginum. Þetta var mjög verðskuldað. Þessi úrslit voru ekki það sem ég óskaði mér en það var mjög gaman að fara á völlinn og upplifa þessa stemmningu, fyrir leik, á leiknum og eftir leik. Gríðarlega var mikið sungið. Textarnir báru þess merki að ekki voru þar stórskáld á ferð en frekar samið beint frá hjartanu og eftir hugarástandi hvers tíma. Sumir textar voru ekki ritskoðaðir og lýsti innihaldið oft ákveðnum vonbrigðum eða andúð á aðstæðum eða fyrirbærum. Einnig voru textar sem innihéldu nöfn leikmanna og lítið annað, n.k. lofsöngvar til þessara hetja fótboltavallarins. Áberandi að stuðningsmenn Wigan voru að stórum hluta fjölskyldufólk, mikið um krakka með foreldrum sínum. Dæmigerður áhangandi ManU var karlmaður á þrítugsaldri, barn- og konulaus. Veit ekki hvað það táknar. En gaman var það. Þá er bara að undirbúa sig fyrir leikinn í vor. Ég get mælt með fyrirbærinu ef einhver hefur áhuga og er tilbúinn að vera leiðsögumaður. Þyrfti ekki að kosta mikið, kannski einn miða og e.t.v. tvo þrjá bjóra.

En það er ekki laust við að það sé tómahljóð í húsinu eftir að Sigurður og Kiddi fóru. Gaman að fá fjölskyldumeðlimi í heimsókn og kærkomið fyrir litlu stúlkurnar okkar að fá smá tilbreytingu.

Þið sem eigið ketti. Nú er rík ástæða til að venja köttinn sinn af því að veiða fugla, kötturinn gæti einfaldlega fengið H5N1. Þetta eru auðvitað kærkomin tíðindi fyrir þá sem eiga ekki ketti en hafa fóstrað þá í garðinum sínum um árabil með tilheyrandi kattahlandslykt og áreiti á fugla. Allir kettir í stofufangelsi. En svo gæti þessi flensuskítur náttúrulega lagst á hunda líka. Hvað verður um öll hamingjusömu hænsnin sem verpa bestu eggjum í heimi ef þau verða lokuð inni? Þau munu hætta að verpa og stofn hamingjusamra hæna hrynur. Eftir standa búrhænsnin, sterkur stofn sem ekki þarf að hreyfa sig eða anda að sér fersku lofti. Þið getið ímyndað ykkur hvernig kattastofninn á eftir að þróast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snjór hjá ykkur, sól hjá okkur! Já svona er nú gæðum heimsins misskipt...

Hvað snertir kettina þá þurfa þeir náttúrulega bara að laga sig að breyttum aðstæðum. Þeir gætu til að mynda tekið upp á því að leggjast á hundana (það þyrfti þá hugsanlega einhvers konar stökkbreytingu til). Þeir myndu reyndar sjálfsagt byrja á litlum hundum og kjötlurökkum og nóg er nú af þeim kvikindum. Kannski er þessi fuglasflensa ekki svo slæm eftir allt saman...

Orri (IP-tala skráð) 1.3.2006 kl. 12:42

2 identicon

Það er eiginlega bæði sól og snjór

Bjössi (IP-tala skráð) 1.3.2006 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband