27.1.2006 | 20:21
8. blogg frá Cardiff
Svo maður snúi sér nú að umhverfismálunum hér í Cardiff þá ber fyrst að nefna það nú skal tunnuvæða Cardiffbæ. Grænar og svartar tunnur og svo grænir pokar fyrir garðaúrganginn. Núna eru pokar, svartir fyrir almennt heimilissorp og grænir fyrir endurvinnsluna, settir út á stétt kvöldið fyrir sorphirðu í hverfinu. Við þetta myndast skemmtileg hópstemmning þegar allir íbúar götunnar spássera út fyrir lóðamörk og setja þar niður ruslapoka. Grænu pokarnir eru hirtir aðra hverja viku.
Eitt af því sem er nýtt hér er að íbúar þurfa ekki að flokka það sem fer til endurvinnslu, heldur er öllu hrúgað í sama pokann, flöskum, krukkum, dagblöðum, plastbrúsum og pappakössum. Síðan er sérstök flokkunarstöð sem tekur við öllum herlegheitunum. Athyglisvert! Ekki fjölmörg ílát hvert í sínu horni. Eitt undir dagblöð, eitt undir plastflöskur, eitt undir mjólkurfernur o.s.frv. Flutningur í endurvinnsluna er því leystur fyrir heildina svo maður er laus við að arka eða aka með pokana í "Sorpu" eða "Wasty" og passa að hver þeirra fari í rétt ílát þar.
Hér er markmiðið að ná 40% af sorpi í endurvinnslu innan þriggja ára og 50% árið 2010. Við er að glíma sama vandamál og á Fróni, urðun á sorpi. Þetta er semsagt ekki bundið við Kirkjuferjuhjáleigu og Álfsnes.
En ég hlakka til að fá tunnurnar því það er ekki laust við að ég gruni ferfætlinga um að hnýsast í ruslapokana hjá mér svona endrum og eins.
Þetta með minningargreinarnar heima. Hér er sá siður eða hefð tekin á annað stig. Það er ekki óalgengt að sjá viðtöl í sjónvarpi við nákomna ættingja eða vini fólks sem látist hefur með vofeiflegum hætti t.d. myrt eða af slysförum. Jafnvel n.k. fréttamannafundur þar sem náinn vinur lýsir viðkomandi og hversu góður vinur hann/hún var. Ofast fylgja þessu miklar tilfinningar og mér finnst satt að segja óþægilegt að horfa á þetta, fólk að bera á borð fyrir hvern sem á vill horfa tilfinningar sínar til einhvers nákomins. Maður veltir fyrir sér tilganginum og fyrir hvern. Er það til að heiðra minningu þess látna eða einhver sjálfsmeðaumkun og sókn í athygli og meðaumkun. Skil þetta ekki.
Breytt 31.3.2006 kl. 13:33 | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning