29.3.2006 | 09:28
Rigning í logni
Eins og allir vita þá er rigning á Íslandi sérstök á heimsvísu. Það eru því viðbrigði að upplifa rigningu erlendis. Eitt dæmi: Ég var að taka þvott úr vélinni og velti fyrir mér hvort ég ætti nú að hengja út á snúru eða ekki, sá smá sólarglætu og lét því vaða. Hengdi út á snúru og hélt svo áfram minni netvinnu. Leit skömmu síðar út um gluggann og sá tvær nágrannakonur mínar spjalla saman úti. Þær héldu á regnhlífum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég tók því að rýna út um gluggann, hvort ég sæi einhver merki þess að það væri komin rigning og auðvitað var komin rigning. Málið er nefnilega að hér er rigningin hljóðlaus. Á Íslandi bylur rigning á gluggum og bárujárni en hér fellur hún hljóðlaust beint niður á götustein eða þakstein, gras eða trjákrónu. Ég mátti því tölta niður aftur og taka þvottinn inn. Ég viðurkenni fúslega að ég er að verða dálítið smámunasamur í seinni tíð en ég held að það sé gott fyrir efri árin, að vera smámunasamur og taka eftir hinu smáa í umhverfinu. Það eru nefnilega oft litlu hlutirnir sem gefa hinum stóru gildi, og litlu dýrin geta líka ýmislegt sem hin stóru geta ekki.
Breytt 31.3.2006 kl. 13:33 | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll hr. heimagangur.
Þakka þér fyrir skemmtilegt blogg. Maður er margs vísari um þjóðfélgashætti, veðurlag og önnur skemmtileg mál sem koma að daglegu lífi Wales búa.
Þú verður bara að vera duglegri að bera fagnaðarerindið út. Ólöf er að stinga þig af með heimsóknir inn á sína blogg síðu.
Hafið það gott. Bið að heilsa.
Einar (IP-tala skráð) 29.3.2006 kl. 21:58
Það er nú bara til að halda heimilisfriðinn Einar minn.
Bjössi (IP-tala skráð) 30.3.2006 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning