19. blogg

Og ekki nóg með það heldur kemur bikarúrslitaleikurinn í vor hingað líka. Aldeilis gaman að vera svona í miðpunkti fótboltaumræðunnar, fyrir mig altso. Ég veit að mörgum er nákvæmlega sama. En Cardiffbúar eru sumir mjög stoltir af leikvanginum.

Cardiffhreppur gefur út hreppstíðindi einu sinni í mánuði þar sem eru birt ýmis tíðindi úr hreppsmálunum. Einnig aulýsingar um störf á vegum hreppsins, sem eru nokkur um þessar mundir. Kannski maður ætti að fara í garðyrkjuna eða á bókasafnið. Svo er sífellt verið að minna borgarana á hvað þeir eru miklir umhverfissóðar og hvað þeir eiga að gera til að minnka áhrif sín á umhverfið. Þar er efst á lista að minnka kaup á unnum matvælum og skyndibitamat. Það segir sína sögu. Einnig eru samgöngur, sorp og orka framarlega í forgangsröðun um góðar umgengnisreglur. Þetta hreppsblað ber þess merki að hreppsnefndin leggur sig fram um lýðræðisleg vinnubrögð, a.m.k. í orði. Skoðanakannanir, fundir o.s.frv. En blaðið er að sjálfsögðu á tveimur tungumálum, ensku ef maður snýr því rétt og velsku ef maður les það á hvolfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mjög skemmtilegt að lesa skrifin þín um lífið í Cardiff og gaman að fylgjast með stelpunum. Það er greinilegt að konurnar þínar eru allar í góðum málum.

Kær kveðja,

Ragna (IP-tala skráð) 22.2.2006 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband