Góður morgunn og reykingar

Á leiðinni í skólann benti Margrét á tré á skólalóðinni og sagði: "Sjáðu blómin." Og það var satt, tréð var alsett bleikum blómum, óskeikull vorboði. Enda dreif ég mig og hljóp 3,5 km í kringum vatnið og Roath Park, Drakk síðan rúman hálfan líter af safa samsettum úr eplum, appelsínu, ananas, gulrót, engifer og gúrku. Stórfínn. Bendi öllum sem eiga safapressu að prófa gúrkusafa með öðru t.d. eplum og gulrótum. Svo er engifer barasta ómissandi. Hvítlaukur er líka góður en bara þegar maður er að fá einhverja pest.

Skotar skelltu á reykingabanni í gær. Skiptar skoðanir um það eins og gengur. N-Írar ætla að setja á bann í apríl 2007 og Englendingar einhverntíma næsta sumar. Wales er ekki búið að tímasetja bann, enda kolarykið varla sest í lungunum á hérlendum. Auðvitað er svona bann að sumu leyti sérkennilegt. Af hverju mega atvinnurekendur ekki leyfa reykingar á sínum vinnustað. Ef maður vill ekki skipta við hann, þá það. Það mætti búa til aðra nálgun. Þeir veitingahúsaeigendur sem banna reykingar fá skattaafslátt frá ríkinu. Þeir lækka kostnað heilbrigðiskerfisins með banninu og afslátturinn gæti því borgað sig. Þannig er búin til gulrót til að banna reykingar en ekki svipa. Skotar telja sig vera tilraunadýr "eina ferðina enn". Meira að segja vörubílstjórar verða að slökkva í þegar þeir aka norður fyrir landamærin frá Englandi. Svolítið langt gengið eða hvað?

En Samveldisleikarnir eru að baki. Mismunandi skoðanir á þeim líka. Einn sagði að þetta væru svona leikar fyrir fólk sem gæti ekki unnið á meiriháttar leikum eins og Ólympíuleikum. Minnir svolítið á Smáþjóðaleikana. Þjóðirnar sem taka þátt hafa, eins og einn grínarinn sagði, orðið fyrir innrás Englendinga og svo nú vilja Englendingar "bara leika", eins og ekkert hafi í skorist. Skemmtilegur húmor hérna í Bretlandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og núlli?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband