Gengi

Halló, þarna heima. Hvað er eiginlega á seyði? Komið á allsherja samsæri gegn íslenskum fyrirtækjum, tortryggilegar skýrslur, vantraustsyfirlýsingar frá dönum og metviðskiptahalli eina ferðina enn. Og gengið hrynur. Gott fyrir sjávarútveginn og hátæknina en bölvanlegt fyrir fjölskylduna sem býr í þessu húsi. Krónurnar skreppa saman um 5% á dag. En svona er litla Ísland, feykist undan vindi, hvernig sem hann blæs og eitthvað sem heitir stöðugleiki er ekki til. Slíkt kallar á viðvarandi aðlögun en hún held ég að sé mörgum íslendingum í blóð borin. Breytingar kalla á breytingar og maður er hluti af því.

Ég sé að það hafa ekki allir nágrannar mínir skilið tunnukerfið, nú þegar öskukarlar arka um Everard way, líta í tunnurnar og hrista hausinn. Fer endurvinnslan í grænan poka og svo tunnu? Eða fara allir plastpokar í svarta tunnu? Við með allt á hreinu og tunnan ekki nema tæplega hálf, geri aðrir betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þremur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband