Vorlykt

Páskalilja (Daffodil)

Ekki í frásögur færandi en geri það samt að ég fór út að hlaupa í morgun. Gleymi alltaf hversu ógeðsleg moldin er hérna, mikill leir og festist svoleiðis á skónum að við höfum komið okkur upp sérstökum leirbursta til að þvo skóna. En allavega, þá valda rigningarnar því að allt veðst upp og því ekki ráðlegt að stunda víðavangshlaup við þessar aðstæður. En vorið er sumsé gengið í garð og því fylgir hitt og þetta. Það bætast stöðugt við fuglaraddir og fuglar á sífelldum þönum að sækja sér efni í hreiður eða syngjandi sveittir í von um að fugl af gagnstæðu kyni sýni áhuga. Hækkandi hitastig losar um hömlur kuldans. Örverur ýmisskonar fara að vinna og búa til rotnunarferli. Því fylgir síðan losun á allskyns lofttegundum sem fylgir lykt. Og þó vorið sé dásamlegur tími þá gengur maður eða hleypur víða í gegnum svona lyktarstrók, rotnunarstrók. Hráefnið er af hinu og þessu tagi, oft úrgangur úr dýrum. En komist maður hjá því að láta lyktarskynið taka yfir þá er sjón sögu ríkari og litirnir sem nú ber fyrir augu gult, bleikt og grænt, þ.e. páskaliljan, kirsuberjatréð og bara svona meira grænt almennt. Svalur

Við fórum á kínverskan veitingastað í hádeginu, svona "buffet" þar sem maður getur borðað að vild. Mættum undir kl. 12 og þá var komin röð fyrir framan. Aðeins seinkun á að þeir opnuðu. Þegar inn kom þá datt mér í hug blanda af Shanghai og Múlakaffi. Mjög ódýr innrétting og mötuneytisstæll á staðnum. Diskarnir hæfilega vel þrifnir og maturinn var ansi slakur af kínverskum mat að vera. Við hjón vorum sammála um að þarna færum við sennilega ekki aftur. En maður verður að prófa til að komast að þessu, það er lífsins þraut.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kiddi

Líst vel á þetta hjá þér Bjössi. Myndaalbúmið kemur vel út og Arsenal litirnir eru, þó ég segi sjálfur frá bara fjandi góðir. Verst að þeir breyta yfir í þá gömlu í haust. Breytum bara litunum þá.

Kiddi, 31.3.2006 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 24383

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband