Reikningar, uppsagnir og lundi

Reikningar fyrir veitta þjónustu hér í Wales gera yfirleitt ráð fyrir ýmisskonar greiðslumáta. Það er hægt að greiða þá víðsvegar, t.d. á pósthúsum og í flestum bönkum, þó er það ekki öruggt. Auk þess má skrifa tékka og senda, greiða þá á netinu sé maður með viðeigandi greiðslukort o.fl. Heima á Íslandi er á reikningum getið um gjalddaga og eindaga. Hér fær maður upplýsingar um það að greiða eigi reikninginn þegar í stað. Kannski er það bara best, annars frestast greiðslur eða gleymast.Skömmustulegur

Uppsagnir í alifuglavinnslu hér í Wales komust í fréttirnar. Ekki beinlínis vegna áhrifa fuglaflensunnar á markaði en einhverjar sögusagnir eru um niðurgreiðslur til erlendrar alifuglaframleiðslu, sem komi niður á framleiðslu hér í landi. Einhverntíma hefðu þetta í sjálfu sér ekki þótt fréttir, fyrirtæki í lélegum rekstri segja gjarnan upp starfsfólki, hagræðing heitir það. En þarna gæti þó verið merki um áhrif fuglaflensufársins.

Í eyjunum hér í Wales er lundi víst nokkuð algengur, t.d. í Skomer Island hér skammt frá Cardiff. Þetta þarf maður endilega að skoða betur, sem þýðir jú sjóferð en það er boðið upp á slíkt nokkuð víða með ströndinni. 

Ég bætti við nokkrum myndum á netið, sumar gefa hugmynd um ásýnd miðbæjar Cardiff, aðrar ekki.

Að lokum, ég verða að vera nokkuð ánægður með mína menn. Tryggt sæti í meistaradeildinni á næsta ári, jafnvel með meistaratignina á bakinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 24346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband