Landbúnaðarstyrkjaferð til Swansea

Swansea

Skrapp til Swansea í dag, klukkutíma lestarferð frá Cardiff. Swansea virtist mér ekkert sérstaklega heillandi, gömul iðnaðarborg sem er að reyna að þróast yfir í ferðamannavæna menningarborg en á talsvert í land.

Hitti þar mætan mann að nafni Brian Pawson sem veit allt um styrkjamál í velskum landbúnaði. Hann vinnur hjá Countryside Council of Wales, eða Landsbyggðarráðgjafarstofnun Wales. Hlutverk þessarar stofnunar er mjög margþætt og felur í sér náttúruvernd, upplýsingaöflun um náttúru Wales, ráðgjöf til stjórnvalda, stefnumótun varðandi landnýtingu og landnotkun og landbúnað. Hér er heilmikið batterí í kringum s.n. "Agri-environment" eða landbúnaðar-umhverfis styrkjakerfi þar sem bændur fá stuðning til að vinna að bættu umhverfi í víðum skilningi en fá einnig greitt fyrir að uppfylla s.k. góða búskaparhætti sem kallast "cross-compliance". Að sjálfsögðu er þetta nokkuð flókið kerfi en hefur verið að einhverju leyti við lýði hér í Bretlandi frá því á níunda áratugnum og þróast mikið á þeim tíma. Nú er nefnilega hætt að styrkja beint landbúnaðarframleiðslu en styrkjunum veitt til bænda undir öðrum formerkjum. Til hvers? Jú, Bretland er innan ESB og það er ljóst að þar verða styrkir til landbúnaðar ekki afnumdir í einum hvelli. Einnig er hægt að stuðla að margvíslegri þjónustu fyrir samfélagið eins og t.d. vatnsvernd, aukna líffræðilega fjölbreytni, bætt aðgengi almennings að náttúrunni, viðhald menningarlandslags, viðhald erfðaauðlinda og svo mætti lengi telja. Bændur þurfa að sækja þessa styrki en fá þá ekki fyrirhafnarlaust, sem verður að teljast kostur. Hér í Wales eru rúmlega 20 þús. bændur sem þiggja styrki af opinberu fé og sameiginlegu fé ESB. Meira um þetta síðar.

En hér er annars búið að vera þrumuveður í allt kvöld og ljósagangur mikill í lofti. Gott fyrir gróðurinn. Ósköp hlýtt hérna og notalegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband