5.2.2007 | 22:31
Kjalvegur í ósnortinni náttúru?
Stundum er ég sammála Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands. En ég er ekki sammála honum hvað varðar það sem hann sagði um Kjalveg í tíufréttunum áðan, 5. febrúar 2007. Þar taldi hann brýnt að varðveita land eins og á Kili í sínu upprunalega ástandi en ekki að skera það í sundur með þriggja metra háum vegi. Veit svo sem ekki um þetta með þriggja metra háan veg, kannski ekki mikil prýði en gæti verið gaman að keyra og gerir þetta land aðgengilegra fyrir þá sem ekki eiga jeppa. Koldíoxíðlosandi jeppa! En óvíða á landinu eru jafn greinilega fingraför mannsins en einmitt á náttúrunni á Kili. Landið er eitt flakandi sár eftir gegndarlausa rányrkju, skógarhögg og viðartekju, búfjárbeit og guðmávitahvað. Óvíða líður mér verr að horfa á land en á Kili, á hinum nafntogaða Biskupstungnaafrétti. Það nefnilega getur snert mann djúpt að sjá náttúruna svona ónáttúrulega, þó þar sé lítið um mannvirki. Þannig að, Árni, hvað snertir skilgreiningu á ósnortinni náttúru þá virðumst við ekki vera sammála. En hvað varðar ýmislegt annað sem snertir náttúruvernd, þá ber kannski ekki svo mikið í milli.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll fjelagi! Þetta hefur einmitt verið að brjótast í mér eftir að þessi umræða kom upp. Fyrir utan að þetta svæði er mjög illa farið þá er það eingöngu aðgengilegt koldíoxíðsspúandi drekum eða öllu heldur eigendum þeirra eins og þú bendir á. Margir þeirra (alls ekki allir NB) sýna landinu ekki tilhlýðilega virðingu. Auk þess er mjög auðvelt að keyra alls staðar út af veginum meðan þetta er bara lágvaxinn vegslóði en ekki uppbyggður vegur. Ein slóð kallar á aðra o.s.fv. Með uppbyggðum vegi er miklu auðveldara að koma í veg fyrir slíkan akstur og beina umferð á staði sem þola það best með útskotum og merktum afleggjurum. Ég held að það megi bara alveg skoða þetta sveimérþá.
Gunna Lára (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.