Blómin í garðinum

Rósmarínrunni

Ég hef áður minnst á garðinn hér hjá okkur en hann inniheldur hinar ýmsu jurtir og sífellt fleiri koma í ljós. Þó ég eigi að heita lærður í íslenskri flóru þá finnast hér tegundir sem ég hef aldrei augum litið og veit ekki hvort myndu teljast hér til illgresis eða til fegurðar og yndisauka. Best að taka þeim því eins og þær eru og sjá til hvort þær verða á einhvern hátt til ama eða bara til yndis. Garðurinn inniheldur m.a. nokkrar kryddjurtir, oregano, sítrónumelis, myntu, timian og stóreflis rósmarín runna, sem sést hér á myndinni. Svo fann ég jarðaberjaplöntur. Ég ætla að reyna að ná myndum af sem flestum blómategundum og svo mega forvitnir lesendur ef einhverjir eru koma með tillögur um tegundagreiningu.

En hér eru þrumur og eldingar á hverju kvöldi eftir mikla hitadaga, á okkar mælikvarða. Það er semsagt góðviðristímabil hér í Cardiff.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 24346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband