6.2.2007 | 20:55
Of margar flugmílur á matinn - engin vottun
Nú er í umræðunni í Bretlandi að hætta að votta lífrænar vörur sem fluttar eru langar leiðir til Bretlands í flugi. En er ekki lífrænt bara lífrænt? Auðvitað, en lífið er bara ekki svo einfalt. Ef þú ert umhverfislega meðvitaður einstaklingur þá hlýturðu að leitast við að smækka vistsporið þitt (ecological footstep). Og flug með matvæli orsakar mikla losun á koldíoxíði, eins og annað flug. En þetta er heldur ekki svona einfalt, því oft eru þetta matvæli framleidd af fátækum bændum í Afríku og Suður Ameríku, t.d. baunir frá Kenýa eða bananar frá Equador. Og hver vill ekki styðja við bakið á þeim? Auðvitað spilar þarna inní tæknileg viðskiptahindrun en sífellt meira hugvits er krafist við að finna upp á slíku til að styðja við innlendan iðnað eða landbúnað.
Ég sé fram á að þurfa að setja saman ensk-íslenska umhverfisorðabók:
ecological footstep - vistspor
food miles - matarmílur
locavores - nærætur
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Dægurmál, Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.