Fótboltadagur í Cardiff

Millenium Stadium

Það er skynsamlegast að halda sig frá miðbænum í dag. Fótboltadagur í Cardiff þar sem bikarúrslitaleikurinn í enska boltanum fer fram á Þúsaldarleikvanginum í dag. Miðbærinn verður troðfullur af fólki í annars vegar rauðum og hins vegar vínrauðum og bláum einkennislitum Liverpool og West Ham. Fánar og húfur, flautur og horn, allir barir troðfullir af fólki. Þetta er í eina skipti sem hinn virðulegi enski bikar yfirgefur enska grund og þykir varla ásættanlegt af hálfu hinnar stoltu ensku þjóðar en þar sem klúður við frágang Wembley, stolts ensku fótboltaþjóðarinnar, hefur haldið áfram þá er ekki um margt annað að ræða. En semsagt, ekki gott að vera með fjölskylduna í miðbænum, nema kannski í u.þ.b. þrjá tíma á meðan fólkið er á leikvanginum. 

Það viðrar vel, kyrrt veður en ekki sól. Það gætu dottið niður skúrir í dag skv. spánni og skýjafari en gott fótboltaveður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband