12.2.2007 | 21:33
Vitrun
Ég varð fyrir vitrun um helgina. Hægrisveiflan á umhverfishreyfingunni er gott innlegg í umræðuna og nú er svo komið að ég vona innilega að Hafnfirðingar hafni stækkun álvers í Straumsvík. Veit ekki nákvæmlega á hvaða tímapunkti vitrunin kom en öll sú umræða um orku sem fer fram í heiminum í dag hlýtur að vekja mann til umhugsunar um það í hvað hún er notuð. Orka er verðmæt, líka óbeisluð. Ég hef semsé góða tilfinningu fyrir álversstoppi, enda austfirðingar, sem beðið höfðu í 30 ár eftir að fá eitthvað upp í hendurnar, hafa nú fengið sitt. Enginn hefur beðið nálægt því svo lengi.
Blenderinn minn gaf sig í dag. En við eigum enn töfrasprota og matvinnsluvél. Það hlýtur að duga til að viðhalda heilsusamlegu líferni.
Horfði áðan á Kompás. Vatnssprautað kjöt, vatnshúðaður fiskur, velferð kjúklinga. Íslendingar eru svosem ekki heilagri en aðrir þegar kemur að matvælaiðnaði. Bara muna það að þetta snýst um "respect", ekki fyrir þér heldur börnunum þínum.
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.