Af veikindadögum í Wales

Það er nokkuð oft fjallað um slakt heilsufar hér í Wales, einkum í suðurhluta landsins. Að einhverju leyti má rekja þetta til þeirra atvinnugreina sem voru ráðandi hér á fyrri hluta síðustu aldar þ.e. námuvinnslu ýmisskonar þar sem notaðir voru mishollir framleiðsluhættir. En einnig má rekja það til lítt heilsusamlegra lifnaðarhátta, hefði maður þó haldið að það væri ekki lakara hér en víða annarsstaðar í Bretlandi. Í Wales munu tapaðir vinnudagar vegna veikinda vera 8,4 á ári, sem er talsvert yfir landsmeðaltali. Vinnuveitendur vilja almennt meina að 13% þessara veikindadaga sé á fölskum forsendum sem kemur aftur að einu af þeirra megináhyggjuefni á komandi sumri, þ.e. heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Búist er við að margir muni taka sér "veikindaleyfi" til að fylgjast með leikjum Englendinga.Skömmustulegur En á móti kemur að mikið af þeim leikjum er að kvöldi til.

Svakaleg rigning hér í morgun en nú hefur stytt upp með fögrum fuglasöng.  Brosandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband