15.5.2006 | 15:11
Ávextir og grænmeti á Íslandi
Eftir stutta umhugsun þá er ég á þeirri skoðun að það er eðlilegasti hlutur í heimi að ávaxta- og grænmetisneysla á Íslandi sé með því lægsta sem gerist í Evrópu. Á Íslandi er lakasta úrval þessara fæðutegunda í þessari heimsálfu. Ég vanmet þó ekki íslenskt sumarræktað grænmeti, sem er á heimsmælikvarða að bragðgæðum og hollustu en að öðru leyti er úrvalið og gæðin lélegt. Sem er ekkert skrítið lengst norður í Atlantshafi. Hvort eigi að setja sér önnur markmið er síðan annað mál og þar sem íslensk stjórnvöld eru nú frekar hlynnt miðstýrðri skynsemi þá væri ekki úr vegi að neyslustýra enn frekar í þessa átt með verðstýringum. Það hins vegar segir ekki alla söguna, því gæðin og úrvalið batna ekki mikið við það.
Ávaxta- og grænmetisneysla íslenskra barna og unglinga með því lægsta sem gerist í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála því að eitthvað mætti gera til þess að bæta og auka neyslu ávaxta- og grænmetis. Það sem menn oftast benda á er að fella niður tolla á innflutningi. Kannski er það við hæfi að einhverju marki, en menn virðist blindast og segja að það sé það eina sem menn eigi að gera, og virðist gleyma að það sé okkar hag að vernda innlenda framleiðslu.
Eins og þú bendir á, þá er "íslenskt sumarræktað grænmeti, [...] á heimsmælikvarða að bragðgæðum og hollustu".
Auk þess felast öryggi í því að halda jörð í rækt og í þvi að viðhaldi þekkingu. Ekki síst hér sem við búum, nokkuð langt frá framleiðenda matvælis sem við kaupum frá. Þar að auki er þetta menning sem er þess virði að varðveita. Þó má vel vera að mörgu megi bæta í hagstjórnun landbúnaðar, og vinnsluaðferðum. Ég reikni eiginlega með að svo sé, að þörf sé fyrir að hugsa nýtt, etv í anda þess sem Andri Snær Magnason skrifar í "Draumalandið, Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð".
Þá er ekki allveg gefið að samgöngur og flutningar verði framvegis jafn greiðar, ódýrar og skilvirkar í framtíðinni og núna. Það þarf að huga að mörgu varðandi matvælaverð og framboð. Eins og í öðru skiptir máli að velta fyrir sér hvernig hlutir tengjast í heimi hér.
Morten Lange, 15.5.2006 kl. 21:50
Hvernig getur það verið í okkar hag að halda uppi verði á grænmeti og ávöxtum með verndartollum á erlendan innflutning ? Þú ert sammála höfundi að íslenskt grænmeti sé "á heimsmælikvarða að bragðgæðum og hollustu", ef svo er þá hlýtur það að vera samkeppnishæft við erlenda vöru? Ég myndi a.m.k. halda það.
Ég hef aldrei skilið þessa röksemdarfærslu að þú hljótir eitthvað gott á því að vernda eina stétt frekar en aðra; eitt sinn vernduðum við allan íslenskan iðnað en svo hættum við því. Það er rétt að fullt af íslenskum iðnaðarfyrirtækjum fóru á hausinn vegna þess að þau stóðust ekki samkeppni frá erlendum framleiðendum en hefur það komið illa niður á þjóðinni til langs tíma? Ég held að við getum öll verið sammála um að svo sé ekki.
Ómar Kjartan Yasin, 16.5.2006 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.