Íslendingar að baki McDonalds

Nú hefur McDonald's loksins tekist að finna hina réttu blöndu af djúpsteikingarolíu fyrir kartöflurnar, rétt bragð og trans-fats laus. Þetta hefur tekið sinn tíma og þegar þessi heimsþekkti framleiðandi óhollustu sér sinn kost vænstan til að taka sig á þá hlýtur að vera rík ástæða til. M.a. að New York borg hefur ákveðið að banna trans-fitur frá og með júlí á þessu ári. Wendy's hafa þegar náð því markmiði að útiloka trans-fitur og KFC eru á góðri leið með það. Ekki svo að skilja að þá verði um einhverja hollustuvöru að ræða, eingöngu tekið á einu afar miður heilsusamlegu atriði.

En það sem vekur athygli mína er hversu aftarlega Íslendingar sitja í þessari umræðu. KFC með afar hátt hlutfall trans-fitu hér á landi og með ólíkindum að ekki sé gert að skilyrði að, í fyrsta lagi að merkja innihald af trans-fitu og í öðru lagi, að banna trans-fitu í matvælum eins og Danir. Halló, til hvers er þessi Lýðheilsustöð og hvar er heilbrigðisráðuneytið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 24346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband